Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 20
20
leggingin með ásettu ráði hafði verið rifin upp. J>annig
stóð hann og bar af brjósti sjer og höfði högg þau.
er greifinn veitti honum með mestu vígfimi. Nú hafði
bardaginn staðið þvínær eina stund, gerðist þá mál-
kliður mikill meðal áhorfendanna. Leit þó eigi svo
út, sem menn í þetta skipti ræddu um Jakob greifa.
enda kepptist hann í ákefð við að leiða bardagann til
lykta, heldur um Friðrek, sem alltaf stóð í sömu sporum
og varaðist alla sókn, einsog hann væri smeikur. ellegar
af þrályndi forðaðist alla atgöngu. J>ó nú Friðrek
ekki gerði þetta að orsakalausu. var honum annara
um sóma sinn enn svo. að hann ekki vildi sýna áhorf-
endum vott hugprýði sinnar. Hann sleit sig uppúr
hinni blautu jörð, sem hafði veitt honura svo góða
fótfestu og óð fram á móti fjandmanni sínum. er
farinn var að linast, hjó hann í höfuð honum hvað eptir
annað svo fast, að sverðið glumdi hátt við, en greifinn
bar af sjer höggin með skildinum og vjek sjer liðlega
undan. Nú vildi Friðreki undireins slys til og virtist
það ekki votta, að æðri verur rjeðu fyrir bardaganum.
Fætur hans flæktust í spora ólunum og skriðnaði honum
fótur, svoað hann steyptist aptur á bak; og er hann
hnje undir þunga herklæðanna og studdi hendinni til
jarðar, varð honum ber síðan og var Jakob þá
eigi drenglyndari nje riddaralegri enn svo, að hann lagði
þar á honum sverði sínu. J>á spratt Friðrek upp, þrýsti
hjálminum niður fyrir augun og bjóst á ný til atlögu;
en af hinum mikla sársauka varð hann að styðja sig
frain á sverðið og sortnaði honum fyrir augum. J>á
stakk greifinn hníf sínum tvisvar í brjóst honuin undir