Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 31
31
hennar bjuggu. En er náttaði kom hún aptur til hallar-
innar og brá því á, að illvidri vofði yfir, kvaðst hún
ætla að leggja á stað næsta morgun og með því hún
væri hrædd um, að hún mundi ónáða hússbændur sína,
mundi hún leita sjer náttstaðar í einhverju af hinum
óbyggðu herbergjum í turninum. Greifinn hafði borið
fje á vökumann til þess hann hleypti sjer inn, og er
hann kom að hliðinu um miðnætti, einsog ráðgert hafði
verið, tók kvennmaður á möti honum með blæu fyrir and-
liti. Hann grunaði ekkert og kysti konan hann fljót-
lega, þvínæst leiddi hún hann eptir svölum og tröpp-
ustigum, þangaðtil þau komu inní hið skrautlega her-
bergi, sem hún hafði lýst fyrir honum. Hjelt hún í
hönd honum og hleraði við allar dyr; kvað hún svefnhús
bræðra sinna vera rjett þar hjá og hvíslaði að honum,
að hann skyldi hafa sem hljóðast. þvínæst settist hún
hjá honum* í legubekk. Greifinn, sem blekktist af vexti
hennar í myrkrinu, rjeði sjer valla fyrir gleði, að honum
svo göinlum manni skyldi hafa tekizt að vjela slíka
konu. Áðurenn birti ljet hún hann fara og smeygði
uppá fingur honum fingurgulli, sem hún hafði stolið
frá Littegarde, en hún hafði þegið það af manni sínum;
lofaði hann þá að undireins og hann kæmi heim skyldi
hann senda henni hring, er kona hans sæla hefði gefið
honum á brúðkaupsdegi þeirra. |>remur dögum síðar
sendi hann Littegarde hringinn og náði þernan honum.
En hann hafði eptir þetta ekki gert vart við sig, og
hefur hann líklega verið hræddur um, að sjer mundi
verða hált á æfintýri þessu; færðist. hann undan að
koma aptur á fund þernunnar, og bar ýmislegt í væng-