Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 64
64
kallað tóbak, bæði á Indlandi, Java, Kínlandi, Japan
og Lutchu eyunum. nema í Arabíu er það kennt við
orð, sem merkir „revk.“ Vera má að Kínverjar eptir
að tóbakið varð þeim kunnugt, haíi notað einhverja
innlenda jurt, náskylda tóbakinu til sömu þarfa, og að
eins standi á Shiraztóbaki Persa.
Neyzla tóbaksins var í fyrstu illa umtöluð og ofsókt.
en sumir vörðu hana ákaft og útbreiddu hana. Merkilegt
er rit það. sem Jakob konungur fyrsti á Englandi samdi
á móti tóbaksreykingum; það var útgefið ár 1619 og
heitir Misocapnus (reykhatari). j>að er ritað í kapp-
ræðusniði því. er skóla-heimspekingar á miðöldunum
tíðkuðu. Hann kallar það ósamboðið siðaðri þjóð, að
taka upp siðu slíkra skrælingja, sem villumenn Ameríku
sjeu. hann segir að tóbakið spilli heilsunni, veiki lík-
amann, sljófgi vitsmunina, hafi óþrifnað í för með sjer
og skemmi siðu manna; að konur muni á endanum
neyðast til að neyta tóbaksins, því ella muni þær ekki
þola sambúð hinna þefillu manna sinna. Lýkur hann
riti sínu með svofeldum orðum: „þessvegna góðir landar!
ef þið ennþá kunnið að skammast ykkar, þá leggið
niður þenna ósið, sem er i'æddur í svívirðingu, inn-
leiddur af íákænsku. útbreiddur af heimsku, sem reitir
guð til reiði, gjöreyðir heilbrigði líkamans, trublar
heimilislífið og niðurlægir virðingu þjóðarinnar utan-
lands og innan — þenna ósið, sem er andstyggilegui
fyrir augað, verri l'yrir nefið, skaðvænn fyrir heilann.
banvænn fyrir lungun, sem með svörtuin reykjarskýuin
sýnir ímynd helvízkrar svælu.“ þess skal samt geta.
að þó Jakob hataði tóbaksrevkingar ákaft, sem ráða