Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 88
88
kvöldust af tilhugsun þess, er fyrir þeim lá og óskuöu
þess, aö þeir óhultir væru komnir í hina tyrknesku
áþján. Hinum tignustu Grikkjum og hinum hraustustu
liösmönnum var stefnt til hallarinnar um kvöldiö 28
dag maim. svo aö þeir yrðu bónir undir hættur áhlaup-
sins. Hin síöasta ræða Konstantíns var líkræða hins
rómverska veldis; sparöi hann hvorki heit nje áskoranir
og leitaðist viö, þó til lítils kæmi, að lífga þá von hjá
öörum, sem var slökknuð hjá honum sjálfum. í heimi
þessum var engin huggun framar, heldur hryggð ein
og myrkur, og hvorki fagnaðarboðskapur Krists nje
kyrkjan hafa heitið sjer í lagi að umbuna hetjum
þeim, er falla fyrir föðurland sitt. En dæmi keis-
arans og nauðir umsátursins höfðu brynjað hermenn
þessa hugrekki örvæntingarinnar; sagnaritarinn Phranza,
ráðgjafi keisarans, sein sjálfur var viðstaddur, hefur
lýst hinum raunalega skilnaðarfundi þeirra. J>eir grjetu
og föðmuðu hver annan, hugsuðu eigi framar um konur
sínar, börn eða fjármuni og hjetu að leggja lífið í sölurnar;
gekk hver foringi til síns varðstaðar og vakti alla nóttina
á borgarveggjunum. Keisarinn gekk með nokkrum
tryggum fjelögum sínum til Sofíu kyrkju, sem að fám
stundum liðnum átti að veröa að tyrknesku hofi, og
meðtók kvöldmáltíðar sakramentið með tárum og bæna-
gjörð. Hvíldi hann sig stundarkorn í höllinni, er kvað
við af ópi og kveinstöfum, og reið síðan á stað til að
líta eptir athöfnum fjandmannanna. Andstreymi og fall
hins síðasta Konstantíns er veglegra enn hið langvinna
heimslán hinna Byzantínsku keisara.