Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 82
82
meö heimskulcgu hatri á hinni rómversku kyrkju. Hinir
ríku menn í borginni vildu ekki einusinni leggja fje
sitt til, að keisarinn gæti haldið her fyrir það, svo
voru þeir blindaðir af eigingirni. þannig stóö kei-
sarinn einn síns liðs á móti hinum voldugasta fjand-
raanni.
Móhammed hafði sig ná allan við að greiða fyrir
áformi sínu. Fallbissusmiður einn frá Ungaralandi,
sem áður hafði unnið í Miklagarði fyrir vesæla borgun,
strauk til hans og bauð honum þjónustu sína. J>að
þáði Móhammed og Ijet hann steypa geysi stóra fall-
bissu; tólf þverhandir var hún á vídd og mátti skjóta
með henni 600 punda kúlum. Dróu hana 100 naut
og varð ekki hleypt af henni optar enn sjö sinnum á
dag. Snemma um vorið 1453 byrjaði umsátrið. Hafði
Móhammed 258 þúsundir manna; skipalið hans var allt
minna og hafði hann ekki meira enn 320 skipa, en af
þeim voru ekki fleiri enn 18, sem herskip máttu heita,
hin voru byrðingar, er fluttu hermenn, vopn og vistir
til umsátursins. Ura þessar mundir voru rúmar 100
þúsundir innbúa í Miklagarði, en fæstir af þeim voru
dugandi til hernaðar og fjekk Konstantín ekki fleiri
enn 4973 til varnar borginni. Auk þeirra hafði hann
hjálparlið nokkuð, tvær þúsundir útlendra manna og
rjeði fyrir þeim Jóhann Jústiníaní frá Genua.
Borgin Mikligarður myndar þríhyrning; að þeim
tveimur hliðum, er sjóarmegin voru, var ómögulegt að
sækja. Sú hliðin, sem til lands vissi (skálínan í þrí-
hyrningi þessum), milli hafnarinnar og Marmarahafs var
víggyrt tvöföldum' varnargarði og gröf fyrir utan 100