Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 89
89
Að inorgni hins 29da dags maim. (1453) ætluðu
Tyrkir að gera áhlaupið; bjuggust þeir til þess um
nóttina með mesta kappi; herliðið færöist fram að bakka
grafarinnar með fallbissurnar og hrísvöndla til að fylla
hana upp, enda var nú víða jafn og greiður vegur yfir
hana að skarði því, er höggið var í borgarvegginn.
Hinar áttatíu galeiður snertu þvínær veggina með fram-
stöfnum sínum og áhlaups stigum, þarsem örðugast var
að verja. Öllum var skipað að þegja og varast allt
háreysti og dauðahegning lögð við, ef nokkur brigði
útaf, en þó hver einstakur maður þegði og gengi sem
hljóðast, þá varð ekki hjá þvf komist, að varðmenn
kastalanna heyrðu hergöngu og þys svo margra j>ús-
unda. Um aptureldingu sóktu Tyrkir*) aö borginni
bæði frá sjó og landi, og var ekki gerð vísbending meö
fallbissuskoti einsog vant var hvern morgun; #ar áhlaups
fylkingin þjett og samfeld, einsog undinn þráður. í
hinum fremstu röðum var allt afhrak liðsins, sem af
sjálfsdáðum hafði boðið sig fram og barðist án nokkurrar
stjórnar eða reglu, þróttlaus gamalmenni frumvaxta
unglingar, bændur og förumenn, sem höfðu gefið sig í
leiðangur þenna, annaðhvort af ráns von eöa til að
deya fyrir trú sína. Sóktu þeir nú fram að borgar-
veggnuin einsog einn maður, en þeir, sem áræönastir
voru að klifrast upp á hann, voru undir eins hraktir
ofan aptur og engin kúla eða spjót flaug svo úr flokki
hinna kristnu, að ekki yrði maður fyrir í hinum þjettu
- ::j ., ■ :AA';; ..!■„! . Uiiniöf'hoi!
*) Auk 10 þúsunda Tarblitls, háseta og sjóhermanna segir sagnaritari
einn, að 250 þúsundir Tyrkja hafl sókt at) borginni.