Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 90
90
þrengslum óvinaliðsins. þreyttust liðsmenn skjótt, því
öröugt var að verjast og gekk upp póður þeirra og
kólur; gröfin fylltist líkum þeirra, er fjellu, svo að
vegurinn varð fastari undir fótuin áhlaupsmanna, og
var dauði frumherjanna þannig þarfari enn líf þeirra.
Nó sókti smámsaman frain liðið frá Asíu minni og
Rómaníu, var framsókn þess misjöfn og tvísýn og er
barist hafði verið tvær stundir, var Grikkjum þó eigi
aptur þokað; heyrðist rödd keisarans, er hann eggjaði
liðið til að leggja fram hina síðustu krapta sína föður-
landinu til frelsis. Nó er mest reið á, geystust Janit-
scharar fram, óþreyttir, öflgir og ósigrandi. Soldán
sjálfur sat á hestbaki með járnkylfu í hendi einsog
áhorfandi og dómari hreysti þeirra, og umhverfis hann
hinar tíu þósundir varðliðs sjálfs hans, sem hann geymdi
ávallt, þangaðtil hann ljeti til skarar skríða. Stýrði hann
og beindi rás bardagans með orðum sínum og augna-
ráði. Bakvið fylkinguna stód fjöldi dómþjóna hans,
er ráku liðið fram, hjeldu því í skefjum og refsuðu
því, og einsog dauðinn ógnaði að framan, svo áttu
flóttamenn vísa skönnn og dauða að baki. Óp hinna
hræddu og vein hinna særðu heyrðust eigi fyrir her-
blæstri lóðranna og drynjandi bumbum. Er það stað-
reynt, að áhrif hljóðsins eggja herlið betur enn
viturleg og drengileg mælska, því hljóðið örfar blóð-
rásina og geðsmunina. Drundu nó skotfæri Tyrkja á
allar hliðar frá fylkingunum, galeiðunum og brónni;
herbóðirnar, borgin, Grikkja her og Tyrkja sveipuðust
kafþykkri reykjarsvælu, er eigi inundi af ljetta fyrr enn
hið Rómverska ríki gæfist upp eða leggðist í eyði.