Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 39
39
sá svo mikið grjót og mylsnu við hellismynnið, en með
því honum bjó annað í hug, sem meira reið á, hugsaði
hann ekki frekar eptir því. j>egar hann nálgaðist
borgarhliðið, furðaði hann sig á því, að krossmark stóð
uppi á portboganum. Hann gekk til annars ports og
stóð krossinn þar einnig. Gekk hann uinhverfis alla
borgina og varð frá sjer numinn af undrun, er hann
sá krossinn hvervetna. Hvarf hann þá aptur til portsins,
er hann bar fyrst að, og sá menn í annarlegum búningi
ganga út og inn, vissi hann þá ekki, hvort þetta bæri
fyrir hann í vöku eða svefni, og þorði ekki að ganga
inní borgina. Loksins rjeðist hann samt í það, en
gat í engu skilið, sem hann sá. Gekk hann inní
brauðsölubúð nokkra og hevrði að fólkið, sem þar var
inni talaði um Krist. „Hvernig er þessu varið?u mælti
hann, „ígær þorði enginn inaður að nefna Jesú nafn,
en í dag trúir allur heimur á hann? Liggur mjer við
að halda að þetta sje ekki Efesusborg, þó eg ekki skilji.
hvaða borg það getur verið, ef það er ekki hún.“ Gekk
þá framhjá honuin fríður piltur og segir hann þá við
hann: „Segðu mjer drengur litli! hvert er nafn borgar
þessarar?“ Pilturinn varð forviða og blfndi á hann og
svaraði: „Hvað annað enn Efesus? Spurði Malkus marga
að þessu og svöruðu allir eins; varð hann þá hræddur
urn, að hann væri orðinn vitskertur. Honum leizt ráð-
legast að fara heim aptur til lagsbræðra sinna, en ætlaði
einungis að kaupa brauðið fyrst. Fór hann þá inní
sölubúð og tók upp solídos þá, er hann hafði á sjer,
furðuðu menn sig mjög á þessum gömlu peningum.
„Hvaða peningar eru þetta! „sögðu þeir hver við annan.