Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 103
103
fyrir þeirra sögusögn þess vísari, að Pappenheim væri
farinn til Halle og datt honum þá allt í einu í hug,
að koma liði Wallensteins á óvart og gjöreyða því,
áðurenn hann gæti haft nokkurn viðbúnað til varnar
sjer, eða Pappenheim gæti komið aptur til liðs við hann.
Frá hæðunum hjá Rippach var víðsýnt um sljettlendið
fyrir norðan og neðan borgina, sáust þaðan turnar í
Liiszcn og sýndust eigi vera allfjærri. Bændur, sem
teknir voru, sögðu að þangað væri ekki meira enn míla
og að menn keisarans væru áhyggjulausir á víð og
dreif í bænuin, uppgefnir af hergöngunni daginn áður;
í sama bili komu nokkrir riddarar með merki, er þeir
höfðu náð frá mönnum Kollóredos, var öðrumegin sautnuð
á það mynd lukkunnar, en hinumegin hinn keisaralegi
örn. Konungur tók þá samstundis saman ráð sín. 1
stað þess að halda áfram til Pegau, snjeri hann norður
á bóginn og lagði á stað rakleiðis til Liiszen. Hugðist
hann samdægris mundu ná þangað og geta komið að
Wallenstein óvörum.
En þegar í fyrstu var fyrirtæki þessu búinn
óvæntur tálmi af hinum breiða læk, er Rippoch heitir,
og foræðum þeim, sem þar eru allt í kring. Undireins og
ísólaní hafði heyrt hin þrjú fallbissuskot, hafði hann
flýtt sjer með króata sína að þessum áríðandi stað og
tókst Svíum fyrst að hrekja hann aptur og komast
yfir torfærurnar eptir mikinn mannskaða og tímatöf.
Nú áttu þeir eptir að fara yfir sljettuna. En hún var
ekki ein mfla, heldur hálf önnur á lengd, og valla annað
annað enn plægðar ekrur, svoað aurinn loddi við
fæturna og tálmaði það bæði mönnum og hestum. Náði