Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 55
55
henni, svo miklu og sterku tije var kippt upp. „Furfca&u
þig ekki á því“, söghu sefstráin, ,,þú fjellst um koll af því þú
stríddir við storminn, en vif) stöndum jafnrjett, sem áfur, af
því vif) látum undan hverri vindgolH, sem á okkur andar.
ÁHRIF LJÓSSINS Á GRÖS.
Allt, sem lifir er háð því, sem kringum það er, en
því hærra stigi sein það er á, því minna er það við
það bundið. Grasið er bundið við jardveg þann, er
það vex í, það getur ekki valið sjer næringu eða á
neinn hátt breytt þeirri stöðu, sem því er fengin, og
er því Iíf þess nákvæmlega samtengt jarðveginuin og
loptslaginu. Dýrið getur hreift sig og breytt bæði um
stað og viðurværi, og er því frjálsara, sem það er full-
komnara af náttúrunnar hendi; aptur eru hin auðvirði-
legustu dýr bundin við vissan stað einsog grösin.
Maðurinn er frjálsastur, því eðli hans er þannig varið,
að hann þolir betur breytingu á loptslagi enn nokkurt
annað dýr og getur lifað við hina margvíslegustu fæðu.
Fyrir styrk anda síns getur hann lagað hlutina eptir
því sem honum hentar, breytt jarðveginum, gert loptið
hlýrra með eldshita, klætt af sjer kulda og sókt viður-
væri sitt til hinna fjærlægustu landa.
I>egar hiti og væta eru undanskilin, er ekkert,
sem hefur eins mikil áhrif á grösin einsog ljósið. J>að
er alreynt, að jurtir, sem standa í glugguin, eða gler-