Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 106
106
er komið. þaraðauki er í hernaði allt komið undir
hinu hentuga tækifæri." Var því staðráðið að ráða til
atlögu við fjandmanna herinn og það nokkru fyrir
aptureldingu, svo að bardaginn gæti að mestu leyti verið
útkljáður áðurenn Pappenheim kæmi til hjálpar. Sain-
kvæmt ályktun þessari var sagt fyrir, hvernig fylkja
skyldi og skipað að hafa hið vanalega sigursæla orðtak:
„Guð með oss.“ Höfðingjarnir beiddu Gústaf loksins
að taka sjer nokkra hvíld. „Hvernig get eg,“ svaraði
liann, „notið hvfldar, þegar öðrum er hennar synjað?“
Hann var um nóttina í göinlum vagni ásamt Kniep-
hausen og Bernharði hertoga.
Undir morgun var hernum fylkt. 1 hægri fylk-
ingararin stóð hið sænska riddaralið í fremstu röð, yzt
var Stálhanzki ineð Finnlendinga, þarnæst Soop með
Vestgauta, þá Sack ineð Suöurmannalendinga, þarnæst
Upplendingar, Austurgautar og næst miðjunni Stenbock
ineð Smálendinga; átti konungur sjálfur að vera íyrir
fylkingar armi þessum. í miðbikinu var fyrst hin
sænska, þarnæst hin gula, bláa og græna herdeild og
rjeði Niels Brahe fyrir þeiin öllum; í hinum vinstra
fylkingar armi var þjóðverskt riddaralið undir forustu
Bernharðs hertoga. 1 annari röð voru þvfnær eintóinir
þjóðverjar; henni var fylkt að sínu leyti eins, og rjeði
Kniephausen fyrir henni. 26 stórar fallbissur voru
reistar upp fyrir framan miðjan herinn, 10 fyrir framan
hvern fylkingar arm og þaraðauki fjöldi minni skot-
vopna. Allur herinn var samtals 20 þúsundir manna.
Nóttin var óvenjulega dymm, og kafþykk þoka
seinkaði enn meira fyrir birtingunni. Meðan svo á