Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 120
120
Pfalz lá sjúkur, þegar hann spurði lát þess manns, er
einn hafði barizt fyrir frelsi hans. Flýtti fregn þessi
fyrir dauða sjálfs hans.
Kvöldið eptir bardagann við Liiszen sendi Bern-
hard hertogi fjölmennan hermanna flokk til að leita að
líki konungs. Fannst það loksins undir valköstunum
nakið, afrayndað af sárum og þvínær ókennilegt; höfðu
riddaraflokkar Svía og Austurríkismanna riðið yfir það,
svo þeir ekki vissu. Líkið var fyrst borið til Meuchens-
horgar og seinna til Weisenfels. Konungur hafði opt,
meðan hann lifði, látið í Ijósi, að sjer líkaði illa
siðvenja sú, að smyrja lík, og yfirhöfuð að tala allur
umbúnaður dauðra manna, sein væri umfram almenna
venju. feir, sem viðstaddir voru, vissu ekki af þessum
skýlausa vilja konungsins og sinurðu því líkið; innyfli
hans voru greptruð í Weisenfels.
Jafnskjótt sem kona Gústafs Adolfs, Maria Eleónóra
frjetti dauða hans, flýtti hún sjer þangað sem líkið
var, og má nærri geta, hvílík sorg hennar hefur
verið. Hún var óhuggandi og laugaði líkið án
afláts með tárum sínum; vildi hún aldrei við það
skilja og bar ávallt hjarta hans, sein tekið var úr
líkamanum, í gulleski. Næsta suinar var líkið flutt
l'rá Saxlandi til stranda Eystrasalts. j>að var raunaleg
sigurför. Frá öllum kyrkjum heyrðist sorgarhljómur
klukknanna og frá hinum næstu sveitum þustu sainan
Ijölmennir hópar, til þess að votta ást sína og harm
við börur hinnar föllnu frelsishetju með tárum og
blessunarorðum. Atti að flytja lík Gústafs frá Wolg-
ast til ættjarðar hans og lá Gyllenhjem með herskipa-