Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 105
105
hernum fylkt; í hægri fylkingararm næst Lúszen var
liið bezta riddara lið og stýrði því Kollóredó; í miðri
iylkíngunni var fYitgönguliðið undir forustu Wallensteins
sjálfs og var því skipað í fjdra ferhyrnda flokka, geysi
inikla, var riddaralið Pikkolómínis því til styrktar og
Króatar Isólanís í hægra fylkingar arrn. Skörðin átti
Görz að fylla ineð nokkrum flokkum þungvopnaðra riddara,
og þar að auki einn flokkur ríðandi farangurs manna.
því svo var ráð fyrir gert, að Pappenheim, sem vænt-
anlegur var á hverri stundinni skyldi með liði sínu
vera megintraust þessa fylkingar arms. Allur herinn
var samtals hjerumbil 28 þúsundir manna. 20 fall-
bissur voru reistar upp bakvið hinn víggyrta veg, 7
fyrir miðju og 14 hjá vindmyllum nokkrum, beint fyrir
hægra fylkingararmi. Yar öllu þessu komið í lag í
náttmyrkrinu svo vel sem kostur var á, biðu menn
síðan í kyrð birtingar og bardaga.
Gústaf Adolf Iíkaði illa er dymman fyrri daginn
varnaði honum að ráðast á óvinaherinn. Riddara-
foringi einn úr liði keisarans, sem hafði verið hertekinn,
fullyrti, að Pappenheim hefði sameinast liði Wallensteins.
En það voru ósannindi, upplogin til að hræða konung
og frelsa her keisarans. Urðu menn þess og fljótt
áskynja; en ef að líkindum færi hlaut Pappenheim
vafalaust í seinasta Iagi að koma næsta morgun og hefði
þá óvinahcrinn orðið miklu liðsterkari. Konungur kallaði
foringja sína á herfund. Kniephausen, sem var forsjáll
maður rjeði frá bardaga, en Bernhard hertogi áfýsti
og var konungur honum saindóma. „J>að er bezt,“
mælti hann, „að þvo sig fullhreinan úr því útí baðið