Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 114
114
sem einnig var í föruneyti Góstafs, var sjálfur í orr-
ustunni og sá þegar hann datt af hestinum; slapp hann
síöan á burt og sagði Kniephausen og Bernharði her-
toga frá þessum hryggilega atburði. Fótgöngulið Svía
hafði orðið að hörfa aptur yfir veginn af því það var
ekki nægilega styrkt, og stóðu herliðin nú öldungis
einsog fyrir bardagann. Rjeði Kniephausen því til
brottlögu, en Bernharð hertogi, sem eptir áiyktun Góstafs
átti að ganga sjálfum honutn næst í herstjórn, rjeði af
að breyta gagnstætt ráði hans. Fall konungs var þegar
orðið alkunnugt, að minnsta kosti höfðu menn hugboð
um það, því menn sáu hest hans stökkva særðan inn-
anum herinn með söðulinn tóman og löðrandi af blóði.
Við þessa sjón varð hvert hjarta gagntekið af dýpstu
sorgar tilfinningu, örvæntingu og heipt. Bernharð her-
togi sætti lagi er svo lá á mönnum, reið um fylkinga
raðirnar og kallaði: „þjer Svíar! Finnar og jjjóðverjar.
Varnarmaður yðar, okkar og l'relsisins er dauður. Mjer
þykir lífið einskisvert, ef eg ekki kctn fratn blóðugri
hefnd. Heill svo! hver sem vill láta á sannast,
að hann hafi elskað konunginn, hann gangi fram til að
hefna dauða hans“; geystist þá allur Svíaher áfram.
Stálhanzki hleypti í broddi hægra fylkingararms yfir
skurðina, með heljarafli örvæntingarinnar, og flýði hver
llokkur fjandmannanna á fætur öðrum. Eins fórBrahe með
allar fjórar sveitir miðfylkingarinnar yfir skurðina, tók
hinar 7 fallbissur að nýu og rak fjandmennina á undan
sjer. 1 hinutn vinstra fylkingararmi var Bernhard
hertogi skotinn méð kólu gegnum handlegginn, og ruddist