Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 74
74
að Englendingum óvörum inn í borgina ineft 200
rnanna. Reift hún gráum hesti um stræti borgarinnar
í öllum herklæðum*), og var henni fagnað með glefti-
ópi. En hún gekk fyrst til kyrkju til að færa guði
þakkir. fvínæst fór hún til herbergja þeirrra, er henni
voru fengin hjá gjaldkera hertogans af Orleans. Var
henni þá haldin dýröleg veizla, en hún neytti einskis,
nema brauðs, er hún dýfði í vatnsblanðið vín í silfur-
bikar. Næsta morgun vildi hún ráðast á virki Englend-
ingar, og gátu menn valla fengið hana til að bíða,
þangaðtil liðsstyrkur kæmi. Voru nú Frakkar jafnan
sigursælir, er þeir börðust við umsátursmenn undir
forustu raeyarinnar.
Hin öílugustu virki Englendinga voru vígturnar
nokkrir við brúna yfir íljótið Loire. 7 dag maimánaðar
snemma morguns fór Jóhanna yfir fljótið á bátum með
einvala lið, svo að hún gæti sókt á bak virkjunum, en
borgarmenn gerðu við brúna og sóktu framan að Englend-
ingum. |>á kom ör í háls Jóhönnu og var það liættu-
legt sár; fór hún burt og ljet binda sárið. Ætluðu
þá herforingjarnir að hætta atsókninni, af því þeir urðu
felmtraðir þegar jungfrúin særðist, og liðið var orðið
þreytt, en í sama bili koin hún aptur og jókst þá
Frökkum hugur aptur og greiddu þeir svo harða atgöngu,
að þeir náðu turnunuin. Fór jungfrúin þá sigri hrósandi
eptir brúnni og hringdu allar klukkur, en borgarmenn
æptu fagnaðarópi, því með þessum sigri frelsaðist borgin.
') HerklæSi hennar eru ennþá til; þau eru úr pjátri, alsett stjörnura
og vega 51 pund.