Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 15
15
svoað þeir mættu bíða bætur þeirrar svívirðingar. er hún
hefði gert þeim; en þess kröfðust þeir, að til hegningar
fyrir svo fáheyrða glæpi, yrði því lýst vfir, að hún hefði
fyrirgert öllum erfðarjetti eptir föður sinn, því vanvirða
hennar hefði orðið honum að bana. Nú fór því fjærri,
að dómendurnir i Basel vildu samþykkja málaleitun þessa.
enda var hún ranglega borin upp á þessum þingstað. En
er Jakob greifi spurði þetta, Ijet hann skýlaust í Ijósi,
hversu ólán Littegarde rinni sjer til rifja; varð það síðar
kunnugt, að hann sendi mann ríðandi til að leita að
henni og bjóða henni skjól í kastala sínum. fegar
dómendur vissu það, gengu þeir öldungis úr skugga
um, að hann hefði sagt sannleikann, og ætluðu hið bráð-
asta að hætta málssókinnni ámóti honum. Alþýðan, sem
var farin að veikjast í trúnni á s.akleysi bans, snjerist nú
aptur á hans mál. Nú var því mælt bót, sem menn
fyrr höfðu legið honum á hálsi fyrir, að hann í vandræðum
sínum skvldi láta ólánið bitna á konu þeirri, sem hafði
veitt honum alla ást sína, og þókti nú sem honum hefði
verið nauðugur einn kostur. að ofurselja hana fyrir-
litningu heimsins, þarsem líf hans og sæmd var í veði.
Var því Jakobi greifa eptir skýlausri skipun keisarans
að nýu stefnt fyrir dóm, svo að liann hátíðlega og í
heyranda hljóði yrði dæmdur sýkn og hlutlaus af vfgi
hertogans, f»egar dómendur voru samankomnir í hinum
háa, hvelída dóinsal og kallarinn halði nýlesið upp brjéf
höfðingjanna í Breda, ætluðu dómararnir hátíðlega í nafni
keisarans að lýsa því yfir, að þeir eigi hefðu viljað meiða
æru greifans, en í sama vetfangi gekk Fridrek Tróta fram
fyrir grindurnár og beiddist leyfis, að lesa brjefið. Honuni