Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 119
119
fjölda merkja, Pappenheim og níu sveitarforingja, Svíar
misstu og mörg rnerki, þaraðauki höfðingjana, Brahe
Winckel, Uhlar o. fl. og það, sem mest var, hinn
mikla konung.
Af tjóni þessu kenndi Wallenstein sig svo veikan,
að hann treystist ekki til að halda sjer í Saxlandi,
sem var óvinaland, enda þó Svíar hefðu beðið meiri
skaða, þarsem konungur þeirra fjell. Fór hann til
Bæheims og hafði eptir sumra sögn aðeins 10 þúsundir
inanna; var nú ekki meira eptir af hinu mikla herliði
hans. þegar nú Wallenstein hjelt á burt gaf hann
mikinn hluta þjóðverjalands í vald Svía og játaði hann
með því ósigur sinn. En í ölluin katólskum löndum
var orrustan við Liiszen skoðuð einsog sigur; svo
mikið álit höfðu menn á Gústaf Adolf. í Vínarborg,
Briissel og Madrid var sungið Te deum, og í Madríd
voru sjónarleikar haldnir í 12 daga samfleytt, en efni
þeirra var dauði Gústafs. Ferdínand keisara fór betur
og hyggilegar. Hann ljet enga kæti í Ijósi og er enda
sagt, að hann hafi tárfellt, þegar hann sá hinn blóð-
drifna leðurstakk konungsins.
En þau tár voru beiskari, sem allir lúterskir menn
í Norðurálfunni feldu við lát hins mikla konungs.
Svíþjóð var agndofa og orðlaus; ráðið vissi eigi, hvað
úr skyldi ráða, hershöfðingjarnir eigi, hvað skipa skyldi.
Allt Jþýzkaland kvað við af harmi; komu mörg rit á
prent bæði í bundinni og óbundinni ræðu, á þjóðverska
og latínska tungu, smn merkileg og sum ljeleg. en öll
lýstu þau hinni djúpu, hjartnæmu hryggð, sem hafði
gagntekið hvers manns hjarta. Hinn ólánssami Fredrek af