Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 24
24
að hallargreifanum og bannað honum, að láta nokkurn
mann til sín koma, en þó allrasízt Fridrek Trótu. Varð
þá Fridrek svo hræddur um hana, að einn dag er honum
þókti afl færast um líkama sinn, rjeðist hann í að vitja
hennar; gerði hann eigi boð á undan sjer, heldur gekk
hann með samþykki hallargreifans ásamt móður sinni og
systrum til herbergis hennar.
Littegarde brá ógurlega við er hún sá Fridrek vin
sinn koma inn; leiddu þær systur hann á milli sín og var
hann næsta lotlegur og bar þess auðsjáanleg merki, að
hann hafði tekið mikið út. Hún átti eigi von á öðrum enn
vökumanni og hrökk hún við af hræðslu, reis upp úr
hálminum með hálfnakin brjóst og hárið flakandi og
kallaði hátt: „Burt hjeðan!" þvínæst fleygði hún sjer
aptur niður í fletið og hjelt höndum fyrir andlit sjer;
„farðu burt,“ mæltihún, „ef nokkur meðaumkvun býr
þjer í brjósti.“ „Hvernig er þessu varið, ástkæra Litte-
garde 1“ mælti Fridrek og ljet móður sína leiða sig til
hennar; hann laut ofanað henni og ætlaði að taka í hönd
hennar, en hún fjell á knje fyrir honum í hálminn og
íærðistundan. „Farþú burt“mæltihún, „og snert mig ekki,
ef eg ekki á að verða vitstola. Eg hræðist þig.“ „Hrædistu
mig?“ mælti Fridrek undrunarfullur, „hvað hef eg gert
elskulega Littegarde! að þú skulir veita mjer slíkar við-
tökur ?“ |>á tókKunigunda stól og ljet hann setjast á hann,
því hann var næsta sjúkur. „í Jesú nafni!“ kallaði
Littegarde hátt og fleygði sjer niður á gólf með andlitið á
grúfu,“ farþú burt og lát mig eina, ástkæri vinur! eg
faðma knje þín, eg væti fætur þína með tárum mínum,
eg velti mjer í duptinn einsog ormur og bið þig þessarar