Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 10
10
að sakargiptin væri sönn. Vissu þeir vel, að Jakob
greifi Rauðskeggur hafði sumarið, er leið, dregið sig
ákaft eptir henni. Hafði hann haldið margar burtreiðir
og stórveizlur henni einni til sæindar og þá þegar á
hneixlanlegan hátt haft hana í hávegum umfram allar
aðrar konur, sem boðnar voru. þeir mundu líka eptir
því, að einmitt á degi hins helga Remigíusar sagðist
Littegarde á skemmtigöngu hafa tínt tingurgulli manns
síns, því er Jakob greifi nú hafði haft í vörzlum sínum.
Efuðu þeir því ekki, að saga greifans væri sönn. Hún
faðmaði knje bræðra sinna og meðan hallarfólkið kvein-
andi bar lík föður hennar á burt, grátbændi hún þá að
veita sjer augnabliks áheyrn. Vjek þá Rúdolf sjer að
henni æðandi af heipt og spurði, hvort hún gæti hrakið
sakargiptina með vitnum. Svaraði hún skjálfandi, að hún
hefði ekki annað fyrir sig að bera enn sakleysi sitt, því
herbergisþerna hennar hefði þessa nótt verið í orlofi hjá
foreldruin sínuin og þessvegna eigi verið í svefnherbergi
hennar um nóttina. Rúdolf spyrndi fæti til hennar,
þreif sverð úr slíðrum, er hjekk uppi á þili, kallaði á
húskarla og hunda og skipaði henni samstundis að snáfa
burt úr höllinni og kastalanum. Littegarde reis náföl
uppaf gólfi og vjek sjer undan illleikni hans; beiddist
liún þess, að sjer að minnsta kosti yrði veittur írestur
til að búa sig á stað. „Snáfaðu útúr höllinni!“ grenj-
aði Rúdolf og svaraði engu öðru. Var hann svo
óður af heipt, að þegar kona hans reyndi að aptra
honum og beiddi hann að sýna vægð og vorkun, þá
laust hann hana svo hart með sverðskeptinu, að hún datt
til jarðar. Fór Littegarde útúr herberginu, nær dauða enn