Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 4
þeim fylgdi. |>ókti kanzlaranum þetta furðu gegna og
geymdi örina vandlega í nokkrar vikur, því hann þóktist
þekkja greifann betur enn svo að drenglyndi, enn þótt
líferni hans væri ósiðsamlegt, að honum væri trúandi
til svo svívirðilegs ódæðis, að drepa bróður sinn. Ljet
hann um leið halda áfram ransókninni í kyrþey og varð
þess vísari af sögusögn sannorðra inanna, að greifinn
þvert á móti vanda, hefði ekki verið í kastala sínum þá
nótt, sem vígið var unnið. J>ókti nú kanzlaranum skylda
sín að birta leyndarmál þetta og segja hertogaekkjunni
á næstu ráðssamkomu, hversu bæði þessi atriði ákær-
unnar bæru böndin að mági hennar Jakobi Rauðskegg.
I>egar kanzlarinn gerði henni þetta uppskátt, fór
því fjærri, að hún yrði glöð við, og þókti honum það
undarlegt; en þetta kom af því, að henni þókti gott
að eiga mág sinn fyrir vin, og vildi ekki reita hann til
reiði með bráðræði. Hún las skjölin tvisvar vandlega
og kvað sjer mislíka, að svo ískyggilegt mál væri opin-
berlega borið upp í ríkisráðinu. Sagðist hún ætla, að
ákæran mundi annaðhvort risin af misskilningi eða róg-
burði, og bannaði að láta sakaráburð þenna ganga til
dóms. Henni þókti jafnvel sem sjer væri búin hætta
af sakar framsögu þessari, því frá því að Jakob var
sviptur erfðarjetti sínum til ríkisins, hafði liann áunnið
sjer almennings ást. Sá hún í hendi sjer, að þetta gæti
auðveldlega kvisast til hans, og sendi hún honum bæði
sakaratriðin með vinsamlegu brjefi. Bæði sakaratriðin
og ástæður þær, er þau áttu að sanna sagði hún að
væru sprottin af undarlegum misskilningi, og beiddi hann