Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 8
8
bródur míns, hvorki sjálfur nje fyrir annara tilhjálp, þá
skuluð þjer vita, að á nótt hins helga Remigíusar, þegar
vígið var unnið, var eg á laun hjá hinni fögru dóttur
Vinfreds dróttseta í Breda. ekkjuírú Littegarde Auer-
stein.“
Nú skal þess geta, að frú Littegarde var fegurst
allra kvenna í landinu og öllum fremur orðlögð fyrir
skírlífi sitt. Maður hennar, sem var hallarhöfðingi í
Auerstein dó fáum mánuðuin eptir brúðkaup þeirra, lifði
hún eptir það kyrru lífi í kastala föður síns og sneyddi
hjá glaumi heimsins. Faðir hennar var hníginn á efra
aldur og vildi að hún giptist aptur, gerði hún það því
mest honum til skaps, að vera við veiðihátíðir og í
stórveizlum þeim, er riddararnir í nágrenninu og einkum
Jakob greifi Rauðskeggur gengust fyrir að halda.
Margir hinir göfugustu og ríkustu höfðingjar landsins
komu þangað, þegar svo á stóð, og beiddu hennar. Af
þeim öllum var enginn henni kærari, enn Fredrek Tróta
gjaldkyri; hafði hann einusinni bjargað henni úr
lífsháska þegar villisvín eitt hafði ráðizt á hana á dýra
veiðum. En þó faðir hennar áfýsti mjög, að hún hjeti
honum eiginorði, hafði hún þó enn eigi ráðið það af,
til þess að styggja ekki bræður sína, sem bjuggust við
að erfa hana. Rúdolf eldri bróðir hennar gekk að eiga
ríka jungfrú þar í nágrenninu, og er þau hjón eptir
þriggja ára samvist loksins eignuðust óðalserfingja, ljet
hún til leiðast fyrir þrábeiðni annara, að segja skilið
við vin sin Fridrek Trótu og felldi hún mörg tár yfir
brjefi því, er hún skrifaði honum að skilnaði. Fjellzt
hún á þá uppástungu bróður síns, að verða abbadís í