Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 79
79
rísa á fætur og fara í karlmannsfötin. Til þessa höfðu
fjandmenn hennar ætlazt. Biskupinn af Beauvais fór
til fangelsis hennar til þess að sanna glæp þenna uppá
hana. Sagði hún þá með einurð, að hinar helgu meyar
Katrín og Margrjet, hefðu vitrazt sjer og ámælt sjer
fyrir. að hún hefði tekið orð sín aptur, kvaðst hún nú
af hjarta trúa á hinn guðlega uppruna vitrana sinna.
Var hún þá fengin í hendur hinu veraldlega yfirvaldi,
einsog hún væri sek í trúarvillu. ÁJyktaði amtmaður-
inn í Rúðuborg án dóms og laga, að hún skyldi
brennast.
Dómnum var tafarlaust fullnægt. 30 dag maim.
1431 var henni ekið til torgsins á fjalavagni og fylgdi
henni fjöldi vopnaðra manna. j>egar hún hafði heyrt
dóm sinn, fjell hún á knje og bað svo innilega til guðs
og allra helgra manna, að jafnvel Englendingar fengu
eigi tára bundizt. j>vínæst lögðu enskir hermenn hendur
á hana og dróu hana til bálsins. Var þar sett uppá
hana húfa og stóðu á henni þessi orð: „Trúarsvikari.
trúarvillingur, guðníðingur.“ Svo voru kvalarar hennar
griinmir og níðingslegir, að þeir ljetu Iogana aðeins
ná henni smátt og smátt, til þess að píslir hennar
yrðu sem Iangvinnastar. Fleygðu þeir ösku hennar í
ána Seine, svo að þeir, sem á hana trúðu. hefðu engar
raenjar hennar. J>annig var þessari einstöku mey sví-
virðilega misþyrmt, og hún, sem ekki hafði viljað annað
enn frelsi og frægð konungs síns og fósturjarðar, var
líflátin einsog andstyggileg seiðkona. Fórst Karli sjöunda,
sein átti henni alla hamingju sína að þakka, enn verr
enn óvinum hennar. því hann gerði ekkert til að frelsa