Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 38
38
leysi sárnaði hinum trúrækna keisara óumræðilega, og
sat hann í innsta herbergi sínu, frá morgni til kvölds,
íklæddur hárdúks skyrtu, grátandi og harmsfullur. Alls-
valdandi drottinn sá aumur á hinum guðhrædda keis-
ara. Honum þóknaðist að auðsýna miskunsemi og
staðfesta hin huggunarríku sannindi, að allt hold muni
upprísa, með því að vekja sjö sofendur. Vildi þá svo
til fyrir guðlega tilhlutun, að borgarmaður einn í Efesus
leigði húsaskjól handa búfje sínu í helliskútum Selíons-
fjalls og ljet hann ryðja dyrnar. Meðan múrsmiðir voru
að brjóta upp mvnni hellisins, er sjö sofendur voru í,
vöknuðu þeir og buðu hver öðrum góðan dag, því þeir
vissu ekki. að þeir hefðu sofið meira enn eina nótt.
J>vínæst ráðguðust þeir um, hvað nú skyldi gera, því
þeir mundu glöggt, hvað þeir höfðu rætt um kvöldið
áður og beiddu þeir Malkus ennþá, að segja allt hvað
hann hefði heyrt og sjeð. Sagði Malkus þeim þá aptur,
að keisarinn hefði skipað að leita þá upp og þröngva
þeim til blóta. |>á mælti Maximíanus. „Viti það guð,
að vjer eigi viljum blóta. Látum oss vera í góðu
skapi, því mjer segir svo hugur um. að harðstjóri þessi
muni ekki verða langgæður. Hver veit nema guði þóknist
að fela oss hjer þangaðtil kyrkjan verður þegin í frið.“
Beiddu þeir Malkus síðan að fara til borgarinnar og
kaupa brauð rfflegar enn daginn áður og komast eptir,
hvað síðan hefði gerzt. Malkus tók með sjer fimm
solidos*) og lagði á stað; undraðist hanp mjög er hann
*) Solidus hjet gullpeningur einn á keisaraöldinni, hjerumbil tveggja
spesia virbi. pýb.