Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 76
76
fallnir herferð þessari, en jungfrúin hafði samt vilja
sinn fram. Hertoginn af Suifolk var í Jargeau með
miklu setuliði, en þegar á þriðja degi kallaði jungfrúin:
„Fram til áhlaups!“ og er hershöfðingjarnir sögðu, að
enn þá væri ekki kominn tími til þess, mælti hún:
„Efist ekki um, að tími sje til þess koininn, þegar guð
vill svo vera láta.“ Var bardaginn lengi tvísýnn.
Jóhanna fór í broddi liðs og komst fyrst upp á áhlaups-
stigann, en þá koin þungur steinn í höfuð henni og
sló hjálminn ílatan og datt hún ofan í gröfina. Hugðu
menn hana dauða, en í sama vetfangi spratt hún upp
aptur og kallaði hátt: „Herðið upp liugann, vinir! guð
hefur gefið þá í okkar vald,“ og komst þá herinn upp
á borgarveggina. Skömmu seinna vann hún mikinn
sigur yfir Englendinguin hjá Patay og inisstu þeir tvær
þúsundir manna. Borgin Rheiins gafst upp varnar-
laust (16 dag júlim. 1429). Daginn eptir var konungur,
krýndur. Meðan verið var að smyrja hann og krýna,
stóð Jóhanna við lilið hans og hjelt á merki sínu; en
að því búnu sagöi hún með tárin í augunum: „Göfugi
konungur! nú er guðs vilja framgengt orðið, því hann
bauð mjer að frelsa borgina Orleans og fara ineð yður
til Rheims, að þjer mættuð meðtaka helga smurning.“
J>á er mælt, að hún hafi beðizt orlofs að fara heim, því nú
væri köllun hennar fullnægt. Svo mikið er víst, að eptir
þetta hafði hún ekki ekki sinn eigin vilja, heldur hlýddi
hún því, sem herforingjarnir ályktuðu. Samt vann hún
mörg afreksverk eptir þetta og jafnvel Parísarborg mundi
hafa unnizt fyrlr hugprýði hennar, hefði ódugnaður
konungs eigi tálmað því.