Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 117
117
Óhamingju hins fræga herforingja varð ekki lengi
leynt. Heyrðist innanskamms kallað : „Pappenheim er
fallinn. Öll von er úti.“ pessi hræðilegu orð flugu
frá manni til manns, flokki til flokks og höfðu hver-
vetna í fór með sjer undrun og skelfing, einkum í fylk-
ingararmi Pappenheims. Meginhluti riddaraliðsins lagði
á flótta, rændi sinn egin farangur og staðnæmdist ekki
fyrr enn í Leipzig. Hinir, sem eptir orðu, rugluðust
gjörsamlega. Vildi Wallenstein það til hamingju, að þoka
lagðist yfir vígvöllinn, svoað Stálhanzki sá ekki í hvílíku
uppnámi herinn var, fyrr enn honum var nokkurnveg-
inn í lag komið.
Kniephausen hafði haldið hinni annari fylkingarröð
Svía í ágætri reglu og sást enginn flýa af mönnuin
hans. En aptur höfðu ýmsir herflokkar áður sókt
fram honum til liðveizlu. Nú ljet hann eptir sam-
komulagi við Bernharð hertoga alla aðra fylkingar
röðina fylla skörð þau, er komin voru í hina fremstu,
og myndaðist þannig ný fylking. Fór fylkingaskipun
þessi fram með aðdáanlegri nákvæmni og er hin renn-
andi kvöldsól braust gegnum þokuna, sá Wallenstein alla
herfylkingu Svía sækja fram til orrustu í sainfeldum
röðum. Lið sjálfs hans var allt á ringulreið; fylking-
ararrnur Kollóredós var hrakinn aptur og lið Pappenheims
komið á víð og dreif. Miðfylkingin ein stóð í góðri
reglu og hafði eigi þokazt. 1 henni voru ekki nema
tveir fótgönguliðs flokkar, sem eptir höfðu orðið og
þeir liðsmenn Pikkólomínis, er voru í spangabrynjum.
En einvalalið þetta ljet hvergi bifast. Svíar fóru nú