Ný sumargjöf - 01.01.1859, Blaðsíða 5
5
að hlífa sjer við gagnprófi þaraðlútandi, því hún væri
sannfærð uin sakleysi hans.
|>egar riddarinn, sem hertogaekkjan sendi, kom inní
höll greifans, sat hann yfir borðuin, reis hann þá kurt-
eislega upp frá hægindastól sínum. Meðan gestirnir
horfðu á hinn alvarlega boðbera, sem ekki vildi setjast
niður, stóð greifinn með brjefið útvið hinn hvelfda glugga.
Óðara enn hann hafði lesið brjefið fljótlega, setti hann
nábleikan og fjekk hann það vinum sínum svo mælandi:
„Bræður! sjáið, hversu svívirðilegri sakargipt hjer er
logið á mig, fyrir morð bróður míns!“ Hann tók örina
úr hendi riddarans með flóttalegu angnaráði, en bælði þó
niður óróa geðsmuna sinna, og meðan vinir hans áhyggju-
fullir flykktust kringum hann, sagði hann þeiin, að hann
ætti skeytið og að það stæði einnig heima, að hann
hefði ekki verið í höll sinni á nótt hins helga Remigíusar.
Vinir hans bölfuðu þessu níðingslega fláræði og snjeru
grunsemdinni á sakaráberana; var rjett að þeim komið,
að misbjóða sendimanni hertogaekkjunnar, en greifinn
kom og aptraði þeiin eptir að hann á ný hafði lesið
skjölin, tók sverð eitt, er stóð útí horni, fjekk riddaran-
um og mælti: Eg gef mig yður á vald!“ Riddarinn
varð hissa og spurði, hvort hann hefði tekið rjett eptir,
og hvort hann kannaðist við sannindi sakaratriðanna;
greifinn svaraði: „Já! já! já!“ Kvaðst hann vona, að
þann þyrfti ekki að færa sönnur á sakleysi sitt, nema
frammi fyrir lögmætum dómi, er hertogaekkjan sjálf setti.
j>að mislíkaði riddurunum og reyndu þeir að leiða honum
fyrir sjónir, að honuin væri nóg að gera keisaranum
grein fyrir málavöxtum, en greifinn skírskotaði máli sínu