Gefn - 01.07.1871, Page 23

Gefn - 01.07.1871, Page 23
25 mót á gripum, arabiskir eða kúfiskir peníngar komu þá norður ogsilfur var mjög haft fyrir gjaldfé. Járnöldin er að því leyti upphaf sögutímans, að menn þá fyrst geta fariö að telja eptir árum; en að fornsögurnar, hverrar túngu sem eru, nái yfir allar aldirnar, það sést á því sem allir vita, að til að mynda bæði griskar og norrænar sögur segja berlega frá þjóðum sem höfðu steinvopn — það voru tröll og jötnar, því mennblönd- uðu því sarnan við trúna; hverr man ekki eptir Hrúngni, sem barðistvið f>ór með steinvopnum? en hamarinn Mjölnir var úr járni, eins og skýlaust segir í Eddu, því Brokkur dvergur smíðaði hann, bæði gull og járn um leið, og sagan um [>ór merkir ekki fremur náttúruviðburð en viöureign járnaldarþjóða vid steinaldarmenn; sömuleiðis minnum vér á Örvarodds-sögu, þar sem Jólfur er steinaldarmaður og gef- ur Oddi steinörvar; Hildir jötunn réri og á steiunökkva, og það merkir steinöld, þó allt þetta sé sveipað skáldlegum hjúpi og svo miklum vkjum að örðugt er að finna sann- leikann; en það er víst, að sannleikur er falinn í öllum þess- um fornu sögum: Örvaroddur er sólarguð, hann er Herakles Noröurlanda; en hann getur líkamerkt heila þjóð eða þjóð- aranda, sem er íklæddur eins manns mynd, af því fornöldin gerði allt að persónulegum verum, og henni nægði þá ekki að láta þessar verur vera eins og menn voru mönnum kunn- ir, heldur gerði hún þær að jötnum eða forynjum: Örvar- oddur var tólf álna hár og varð þrjú hundruð ára gamall; hann fór víða um heim og átti viðskipti ekki lítil við Ög- mund Eyþjófsbana, sem er slaviskt eða finnskt þjóðerni og myrkravald; seinast var hann lagður í steinþró og brendur, öldúngis eins og eiraldarmenn hinir seinni: öll sagan segir nefnilega sumpart frá atburðum sem urðu laungu fyrir hinn »sögulega« tíma, en sumpart er hún beinlínis hugmynda eða náttúru-saga. Á sama hátt segja hin elstu grisku kvæði og margar sögur Grikkja frá eiröld og steinöld — í öllum riturn kemur þetta fyrir, jafnt í ritníngunni sem annarstaðar, og vorar elstu sögur, sem menn eru vanir að fyrirlíta og

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.