Gefn - 01.07.1871, Side 43

Gefn - 01.07.1871, Side 43
45 uði. lílfasögur eru einkennilegar fyrir norðurlönd, jafnt í Eddu sem annarstaðar, og vrði of lángt að gefa. sig við þeiin hér. Hekatæus frá Abdera var samtíða Alexander mikla, og ritaði bók um Hyperboreana, sem nú er týnd. Diodorus Siculus (sem var samtíða Augustusi) hermir orð Hekatæus’ um þetta efni, og eru þau merkileg, ekki síst fyrir það að Ólafur Rúdbeck hinn sænski (f 1702) bygði á þeim bók þá er hann ritaði og kallaöi »Atlantis« eður Mannheim og vildi þar í sanna að Svíaríki væri ekki einúngis Atlantis hin forna, heldur og einnig upprunaland mannkyns. Diodorus segir1) að eptir sögn Hekatæus’ og annara sé ey nokkur í útsænum ekki minni en Sikiley og liggi undir bjarnarmerki (o: hæst í norðri) og þar byggi Hyperborearnir sem svo sé kallaðir af því þeir liggi »hinumegin við Boreas«; þar sé góð jörð og frjó og lopt hið mildasta og blómgist þar aldin tvisvar á ári2); þar segi menn að Leto sé fædd og því sé ‘) Bibl. L. II. c. 47. 2) Svo segir og Sturla í Hákonarkviðu: „Bar tállaust tvennan blóma aldinviðr einu sumri ok úkalt útituglar öndvert ár urpu tvisvar“; þetta var árið 1217. J>að er enginn efi á, að enar fögru sögur um Hyperboreana fluttust til Grikkja með einbver- jum mönnum sem komu þar um sumartímann meðan allt stóð í blóma; menn dæmdu þá allt eptir því og héldu að þar væri enginn vetur; en aptur höfðu menn aðrar sögur um þá sem fara í gagnstæða átt: hirtir stóðu á kafi í snjónum svohornin náðu varla upp úr og vínið var botnfrosið og höggvið sundur með öxum — en þær sögur eru ekki komnar til fyrr en miklu seinna; svo segir Virgilíus í Georgic. L. III. 349—383. I 4. B. c. 7 hermir Herodotus eptir Skytum, að lengst til norðurs sjáist ekkert af því loptið sé fullt af fjöðrum, og þetta þýðir hann seima, cap. 31, og segir að það sem Skytar kalli fjaðrir, eða fiður, hljóti að vera snjór (kafald, drífa). Svona ruglast allt saman, því þessi snjókoma er einmitt líka hyperboreisk hugmynd. Til þessa lítur og landsnafnið Pterophoron (fiður- heimur) hjá Pliniusi (L. IV. c. 12), hann segir þar sé bölvað

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.