Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 2
2
sagði hann, að þeir hefðu fundið greinilega hleðslu og nokkuð af
einkennilegri mold, sem hann hefði ætlað vera beinamold, en annars
ekkert merkilegt. Mjer var forvitni á að rannsaka þetta til hlítar,
og auk þess fýsti mig að sjá Ingjaldssand, því að þar fóru fram
deilur þeirra Ljóts hins spaka og Gríms kögurs og sona hans,
sem Landnáma skýrir frá1, og leikur nokkur efi á um ýms ör-
nefni, sem Landn. nefnir2. Jeg fór því 4. dag ágústmánaðar frá
Mýrum í Dýrafirði, þar sem jeg dvaldi, að Sæbóli á Ingjaldssandi,
og varð jeg samferða Guðmundi bónda Hagalín og konu hans,
sem þá vóru á heimleið. Við fórum Núpsdal og Sandsheiði niður
á Ingjaldssand, og segir ekki af ferðum okkar, fyr en við komum
á hina nyrðri brún Sandsheiðar. J>á opnaðist fyrir okkur Ingjalds-
sandur allt niður að sjó, og þótti mjer fögur sjón, því að Ingjalds-
sandur er ekki eintómur sandur eða öræfi, eins og menn kynnu að
vilja ráða af nafninu, heldur er það grösugur og allbreiður dalur,
sem liggur hjer um bil frá suðri til norðurs niður að Onundarfirði,
en sandurinn er að eins mjó ræma niður við sjóinn. Af heiðar-
brúninni blasir við allur hinn eystri hluti dalsins og allt opið á
honum; brött og há fjöll eru beggja vegna við dalinn, en af heið-
arbrúninni sjest ekki nema eystri hlíðin, og neðsti hluti vestari
hlíðarinnar. Ekki liggur þó vegurinn af heiðinni beinlínis niður i
aðaldalinn, heldur ofan í afdal nokkurn, sem gengur til landsuð-
urs upp af Ingjaldssandi. Eptir dalþessum rennur á, sem nú héit-
ir f>verá, og er dalurinn að austanverðu við ána kallaður Brekku-
dalur og hlíðin Brekkuhlíð, sem heldur áfram niður með Ingj-
aldssandi að austan allt norður að sjó, en hliðin að vestanverðu
við ána hefir ýms nöfn, svo sem Skógarbrekka, Vatnahjalli. Fjall
það, sem liggur að vestanverðu við þenna dal, heitir J>orsteinshorn,
og gengur það eins og tá eða höfði niður frá heiðinni norður í
Ingjaldssandsdalinn og liggur að vestanverðu við þenna afdal, sem
nú var getið, en hinumegin við forsteinshorn heldur aðaldalurinn
áfram fram til heiða. J>etta ijall er á vinstri hönd, þegar riðið er
ofan afdalinn niður á Ingjaldssand, og er riðið utan í fjallshlíðinni
neðanverðri. Guðmundur bóndi Hagalín var hjer gagnkunnugur
og kunni góð skil á öllum örnefnum. Eptir því sem við riðum
lengra, sást lengra og lengra til vesturs af sveitinni, og þegar
komið er niður fyrir J>orsteinshorn á ás, sem gengur þar niður frá
horninu norður í Ingjaldssandsdalinn og kallaður er Hálsar, þá blas-
ir allur sandurinn við á báða vegu. Eptir honum miðjum rennur á
miðlungi stór í bugðum um grænar engjar, og heitir nú ýmist
Langá eða Sandsá, og rennur J>verá, sú er fyr var getið, i hana að
1) Landn. II. p. 28. k. Isl. s. Khöfn 1843 I. bls. 145.
2) Sbr. Kr. Kálund : Hist.-topogr. beskr. af Island I. bls. 579—580.