Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 8
8
breidd, og' er hún breiðari en nokkur önnur tótt á Valseyri. |>að
er skoðun Sigurðar, að kringlótta tóttin sje yngri en hinar tóttirn-
ar, sem þar eru í kring, en breiða tóttin hyggur hann hafi verið
lögrjetta. Af því að nokkur vafi hefir leikið á þvf, hvort tóttirnar
á Valseyri eru leifar af þingbúðum eða verzlunarbúðum, fýsti mig
mjög að rannsaka tóttirnar betur, einkum þessar tvær einkennilegu
tóttir, og þótti fróðlegt að vita, hvort nokkuð það fyndist í hinni
breiðu tótt, er sannaði, að þar hefði verið lögrjetta. Jeg fór því
io. dag ágústmánaðar inn á Valseyri og fjekk með mjer 2 menn í
Lambadai, annan gagnkunnugan. Skoðaði jeg eyrina síðari hluta
þess dags og fann, að lýsing Sigurðar á tóttunum var í alla staði
nákvæm. J>ó skal þess getið, að það er ekki alveg rjett, sem seg-
ir á bls. io32 : „nokkru austar og neðar sjest brot af tveim búðum
við jaðar skriðunnar, sem eigiverða mceldar sökum afbrots“. Breidd-
ina á báðum þessum búðum má mæla við ytra gaflaðið og er hún
17 fet, en lengd þeirra er eigi hægt að ákveða, þvf að innri endi
efri búðarinnar er brotinn af, en innri endinn á hinni hefir snúið að
þeirri kringlóttu tótt, sem fyr var getið, og virðist hafa verið hafð-
ur fyrir efni í hana, en ekki virðist skriðan hafa brotið þar af.
Um 5. tóttina, sem Sigurður telur, (bls. 114) er þess að geta, að
vestara gaflaðið og suðurveggurinn er hvorttveggja greinilegt, og
auk þess virðist óglögt votta fyrir eystra gaflaðinu; er búðin eptir
þvf 38 fet á lengd; aptur á móti er eigi hægt að ákveða breidd-
ina, þvf að norðurveggurinn, sá sem snýr að kringlóttu tóttinni, er
með öllu eyddur og hefir lfklega verið hafður fyrir efni f þessa
tótt líkt og endinn á þeirri tótt, sem áður var getið. J>etta hvort-
tveggja styrkir skoðun Sigurðar, að kringlótta tóttin sje yngri en
hinar tóttirnar þar í kring á Valseyri. 7. tótt Sigurðar (bls. n16)
reyndist mjer 48 fet á lengd og mun 40 vera prentvilla, og eins
mun á þvf standa, að svo segir neðst á bls. 11, að breiða mann-
virkið (,,lögrjettan“) sje „nær 10 fet frá sjávarbakkanum“ f staðinn
fyrir „nær 10 faðma11. Með þessum lftilfjörlegu leiðrjettingum og
viðaukum get jeg alveg aðhyllzt lýsing Sigurðar á búðum þeim,
sem standa fyrir innan ána.
Næsta dag (11. ágúst) ljet jeg grafa 4 grafir ofan f hina ein-
kennilegu kringlóttu tótt, sem áður var getið, og þurfti ekki að
grafa nema J/2 fet á dýpt; þá varð fyrir harður melur. f gröfum
þessum fannst ekkert nema móleit mold, og ekki sást þar votta fyr-
ir neinni gólfskán hvorki af skepnum nje af troðningi eptir menn.
J>vf næst ljet jeg rannsaka hið breiða mannvirki, sem Sigurður
hyggur vera lögrjettu. Ljet jeg fyrst grafa litla gröf til reynslu
ofan í tóttina miðja og fannst þar ekkert nema móleit mold; en
þó virtist votta fyrir dökkleitara og þjettara moldarlagi rjett fyrir
ofan mölina heldur en þar fyrir ofan og neðan. Jarðvegur var