Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 15
i5
þá, sem fundizt hefir uppi á Almannagjárbarminum eystra, þar sem
Kr. Kálund og Guðbrandur Vigfússon ætla, að lögberg hafi helzt
verið1. Af hinum fornu lögum þjóðveldisins er og svo að sjá, sem
dómarnir á þeim tímum, sem lögin eru frá, eða á hinum siðari
tíma þjóðveldisins, hafi ekki haft neinn fastan stað, heldur hafi lög-
sögumaður ráðið því í hvert skipti, hvar hver dómur skyldi sitja2 3.
f ó var þessu eigi þannig háttað um fimtardóminn, því að hann átti
sæti í lögrjettu, og á einum stað, þar sem talað er um fimtardóm-
inn er nefndur dómhringur*, en af staðnum má ráða, að dómhring-
ur tákni dómandahringinn eða dómendurna sjálfa, sem sátu í hring,
eða pall þann, sem þeir sátu á, en ekki neina upphækkun í kring
um dóminn að utan. þ>ar segir svo, að þeir 12 menn, sem sækj-
andi og verjandi sakar taka úr fimtardóminum, eigi „at rísa ór
dóminom ok sitja í dómhring innan, meðan um þá sök er dœmt“,
og nokkru síðar á sama stað segir svo: „|>á er um er dœmt eina
sök, at þá eigo þeir aptr at ganga 1 dóminn“. Hjer er ljóst, að
dómendurnir eru ekki „í dómhring innan“, fyr en eptir það að bú-
ið er að ryðja þá úr dóminum, og hljóta því orðin í dómhring
innan“ að tákna það kringlótta svæði, sem er fyrir innan dómanda
hringinn. Kr. Kálund og Vilhjálmur Finsen halda, að dómend-
urnir í fimtardóminum hafi setið á lögrjettupöllunum, og væri þá
„í dómhring innan“ sama svæðið, sem á öðrum stað í Grágás er
nefnt „fyrir innan palla“, og er það mjög líklegt4. Af þessu sjest
og, að lögrjettupallarnir hafa verið hringmyndaðir, og til hins sama
bendir Grágás, þar sem hún segir: „f>ar skolo pallar þrír vera
umbhverfis lögréttona“5. En hvergi er neitt, sem bendir til, að
nokkur girðing hafi verið utan um lögrjettuna eða fimtardóminn.
Um hina dómana er þess heldur ekki getið, en líklegt er, að dóm-
endur hafi þar setið á hringmynduðum palli líkum þeim, sem lög-
rjettumenn og fimtardómurinn sat á. Fyrir utan þenna pall hefir
eflaust engin girðing verið, því að svo stendur í Grágás, að ef
dómendum þyki menn ganga of mjög að dómi, þá skuli fá 3 menn
til dómvörzlu, og skulu dómvörzlumenn “rista reitu tvá fyrir utan
þat, er dómendr sitja“, og má þar enginn inn yfir ganga6. f>ess
1) Báðar þessar rústir hafa verið rannsakaðar af Sigurði Vigfússyni;
sjá Árbók 1880 og 1881 bls. 11—13 og 14—17.
2) Grágás Konungsbók I. bls. 4522.
3) Grágás Konungsb. I. bls. 82is.
4) Kálund : Hist.-topogr. beskrivelse af Island I. s. 118—119. Orða-
safn Vilhjálms Finsens við Grágás Khöfn 1883 undir orðinu dómhringr.
Grágás, Konungsb. I. bls- 212i.
5) Grágás Konungsb. I. bls. 2115.
6) Grágás Konungsb. I. bls. 72i3.