Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 16
i6
hefði síður þurft, ef girðing' hefði verið utan um dóminn1 2. Banda-
mannasaga talar um, að Ofeigr karl hafi gengið inn í dómhring
á alþingi, en ekki sjest, hvort söguritarinn á við hringmyndaðan
garð, sem hlaðinn er kring um dóminn eða við sjálfan dómanda-
hringinn eða pallinn, sem dómendur sátu á, eins og Grágás. Lík-
legra þykir mjer hið síðara. Meira en þetta vita menn nú ekki
um dómstæðin eða lögrjettustæðið á alþingi á þjóðveldistímanum.
f>að er svo að sjá, sem munurinn á lögrjettustæðinu og dómstæð-
unum hafi ekki verið mikill eða verulegur, og sjest það bezt á því
að lögijettustæðið er um leið fimtardómsstæði. Lögrjettan hefir
einungis haft fleiri palla en dómarnir, sem liklega ekki hafa haft
nema einn pall, og er þessi munur eðlileg afleiðing af þvi, að lög-
rjettan var fjölskipaðri en dómarnir og samsetning hennar önnur.
Að því er snertir dómstæðin á hjeraðsþingunum eru sögur vorar
fáorðar. í Glúmu k. 2451 (útg. 1880) er getið um dómhring, en
ekki sjest á sögunni, hvernig honum var háttað. Eyrbyggja getur
þess að sjezt hafi fyrir fornum dómhring á þ>órsnesþingi, þar sem
menn vóru dæmdir í til blóts, og er auðsjeð, að söguritarinn hefir
hugsað sjer dómhringinn sem hringmyndaðan garð eða steinaröð,
og hefir það þá líklega einmitt verið pallur sá, sem dómendur sátu
á!. í Noregi vóru vébönd í kring um lögrjettustæðið eða dóm-
stæðið, sem þar var ávallt eitt og hið sama, og er því bezt lýst í
Eglu í 57. k. f>ar segir svo : „En þar er dómrinn var settr, var
völlr sléttr ok settar niðr heslistengr í völlinn í hring ok lögð um
utan snæri umhverfis. Váru þat kölluð vébönd. En fyrir innan í
hringnum sátu dómendr, tólf ór Firðafylki ok tólf ór Sygnafylki,
tólf ór Hörðafylki"3. Vébanda er eigi getið á íslandi, fyr en ept-
ir það að landið komst undir konung4. Árið 1329 segja íslenzkir
annálar, að Snorri lögmaður Narfason hafi látið skera vébönd f
sundur á alþingi. J>að er því eflaust, að véböndin hafa verið inn-
leidd hjer með hinum norsku lögum. Nafnið er gamalt og sjálf-
sagt frá heiðni; vé þýðir helgan stað og táknar eflaust heiðna hug-
mynd. J>að er því líklegt, að vébönd hafi einnig verið á íslandi
framan af, líklega allt þangað til að kristni var lögtekin eða nokkru
lengur, en að þau hafi síðan þótt minna um of á heiðinn sið, og
því verið lögð niður. En eins og nafnið og lýsingin í Eglu ber
1) Við fimtardóminn er ekki sjerstaklega getið um dómvörzlumenn eða
um þessa reitu, og getur verið, að það sje af því, að dómendurnir hafi set-
ið á hinum innsta lögrjettupalli, en tveir hinir ytri pallar hafi verið auðir,
og hafa þeir þá verið dóminum til hlífðar, svo að síður þurfti á dómvörzlu
eða reitum að halda.
2) Eyrb. 10. k.
3) Sbr. Norges gamle love I. bls. 127-—128, II. bls. 14—15.
4) Járns. og Jónsbók, jpingfararb. 3. k.