Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 17
r 17
með sjer, vóru véböndin ekki annað en bönd, en engin girðing úr
torfi, grjóti eða trje, og mega menn því eigi búast við að finna
neinar menjar þeirra á þingstöðunum. þ>essi vébönd hafa verið
ætluð til hins sama og reitirnir, sem ristir vóru kring um dómana
á alþingi, og hefir dómandapallurinn eða hin hringmyndaða upp-
hækkun, sem dómendur sátu á, verið innan í þeim. Um lögrjettu
á hjeraðsþingum er hvergi getið nema í Grettlu, sem áður er sagt,
en staðurinn er vafasamur, og lýsir ekki fyrirkomulagi lögrjettunn-
ar. Hafi sjerstök lögrjetta nokkurntíma verið á hjeraðsþingunum,
hefir lögrjettustæðið eflaust verið útbúið á sama hátt og dómstæð-
in.
Hjer og hvar út um allt land, bæði á þingstöðum og annarstað-
ar, sjást hringmynduð tóttarbrot, sem vanalega bera nafnið lögrjetta
eða dómhringurh J>ar sem þessi tóttarbrot koma fyrir á þingstöð-
um, er ekki ólíklegt, að þau sjeu í raun og veru gamall dóm-
hringur, leifar af palli þeim, sem dómendur sátu á. Aptur á móti
munu flestar slíkar tóttir, sem sýndar eru annarstaðar en á þing-
stöðunum, vera til orðnar eptir það, að landið komst undir konung,
og eru þær líklega víðast menjar eptir þing þau, sem sýslumenn
konungs hjeldu á ári hverju, eptir það að þjóðveldið leið undir
lok1 2. Jeg get um þetta vísað til íslands lýsingar Kr. Kálunds I,
bls. 21—22 neðanmáls. J>að er víst að sýslumenn dæmdu á þingum
þessum um mál manna ásamt meðdómsmönnum sínum, og fylgdu
þeim allt fram að árinu 1682 lögrjettumenn úr sýslu þeirra, sem þá lík-
lega optast hafa dæmt með sýslumanni3. J>að má telja líklegt, að
þessir dómar sýslumanna hafi verið kallaðir lögrjettur, þegar fram
liðu stundir og munur sá gleymdist, sem hin fornu lög þjóðveldis-
ins höfðu gjört á lögrjettu og dómum. J>etta lögrjettunafn hefir þá
einnig verið gefið dómstæðinu, og er þá auðskilið, hvernig á því
stendur, að þessar „lögrjettur11 eða „dómhr?ngar“ koma svo víða fyr-
ir. Sumar af þessum tóttum eru ef til vill ekki annað en gömul
fjárbyrgi eða rjettir eða þvílíkt, en aptur á móti er það þó ekki ó-
hugsandi, að nokkrar af þeim kunni enda að vera frá þjóðveldis-
tímanum, og sjeu leifar eptir þá dóma, sem ekki vóru bundnir við
skapþingin heldur vóru haldnir víðs vegar um hjeröð, eptir því sem
á stóð í hvert skipti, t. a. m. eptir fjeránsdóma, skuldadóma, engi-
dóma, hreppadóma4 *. En hvað sem um það er, þá er eflaust lög-
rjettunafnið á þessum tóttum yngra en frá þjóðveldistímanum.
1) Sjá Kálund: Hist.-topogr. beskrivelse af Island II, realregister,
bls. 509, undir orðinu : Fortidslævninger.
2) Jónsb. þegnsk. 2. k. J. Arnesen : Isl. Kettergang bls. 435-—439.
3) Sjá J. Arnesen : Isl. Kettergang bls. 471.
4) Sbr. orðasafn V. Finsens við Grágás Khöfn 1883 undir orðiuu dómr
(bls. 596).
3