Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 20
20
vera brotinn af, því að hvergi er nú oddi fram úr eyrinni. Verið
getur, að verzlunarbúðirnar hafi staðið á honum.
Allar þær tóttir, sem hingað til hefir verið talað um, standa
innarlega á eyrinni fyrir innan á þá, sem rennur niður eptir eyr-
inni í sjó fram. Fyrir utan ána hefir nýlega verið byggð fjárrjett.
Eigi alllangt frá þessari fjárrjett fann jeg leifar af mannvirki úr
grjóti. það virðist hafa verið sporöskjumyndað, og hafa veggirnir
verið mjög þykkir og háir, en nú eru þeir gjörsamlega hrundir
inn í tóttina, og er rústin nú líkust grjóthrúgu með hvilft ofan í
miðjuna niður að jafnsljettu. Mannvirki þetta er 36 fet á lengd og
32 fet á breidd. Hvað það hefir verið, læt jeg ósagt, og er alls
óvíst, að það hafi staðið í sambandi við þingið fyrir innan ána.
Fleiri mannvirki en þetta fann jeg ekki á Valseyri. þ>ó skal jeg
taka það fram, til þess að það villi engan eptirleiðis, að hjer og
hvar uppi undir fjallshlíðinni, einkum í grasivaxinni dæld, sem lækjar-
sitra rennur um og sem liggur upp frá búðunum á innanverðri eyrinni
fram með hlíðinni neðanverðri, vottar fyrir einkennilegum kringl-
óttum bollum niður í jörðina, og er sumstaðar því líkt sem garður
hefði verið hlaðinn í kring um þá. þessir bollar reyndust allir
vera kolagrafir, því að hlíðin fyrir ofan er vaxin smákjarri, sem
um langan aldur hefir verið haft til kolabrennslu. |>að hefir verið
þægilegt fyrir þingmenn að hafa skóginn svo nærri til eldiviðar,
og hefir það eflaust verið ein af þeim ástæðum, sem vöktu fyrir
mönnum, þegar þeir völdu Valseyri fyrir þingstað. í Árna Magn-
ússonar jarðabók er þess getið, að í Innri Lambadal sje skógur
til raptviðar þá eyddur en nægur skógur til kolagjörðar og eldi-
viðar, en Valseyri er í landi Innri Lambadals. Á því sjest, að skóg-
ur hefir minnkað hjer sem víða annarstaðar.
A ferð minni um Arnarfjörð græddi jeg lítið í fornfræðislegu
tilliti. þ>ó skal jeg taka það fram, að í Hringsdal vóru mjer sýnd-
ir 2 haugar, sem sagt var að væri úr heiðni. Annar þeirra er
nefndur Hringshaugur, og er har.n kenndur við Hring nokkurn,
sem menn segja að hafi verið landnámsmaður, en ekki er hans
»Eyrarhvolsodda« mun á þessum stað í minni sögunni vera ritvilla fyrir
»Hvalseyrarodda« eða »Hválseyrarodda«, því að minni sagan kallar eyrina
Hvalseyri eða Hválseyri (á 9. bls.), en meiri sagan kallar hana Yalseyri
(á 92. bls.), og er sú mynd án alls efa hin rjetta, því að svo er eyrin kölluð
enn í dag, og munu ekki dæmi til þess í íslenzku að h falli framan af orði
á undan v. Aptur á móti kemur það opt fyrir í handritum, að h er bætt
við í upphafi orða, þar sem það ekki á að vera (sbr. Konr. Gíslason: Erum-
partar bls. 64—66). Kr. Kálund vill hjer og fylgja meiri sögunni (Hist.-
topogr. beskr. af Island I, bls. 576—577).