Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 22
22
Hringshaugur heitir nú rjett að segja niður við sjó fyrir neð-
an Bardagagrund hina neðri, en Austmenn þeir, sem fjellu, eru heygð-
ir svo sem 3 foðmum neðar niðri á sjávarbakkanum, og er þeirra
haugur nú að inestu blásinn upp og þar hafa fundizt mannabein.
Jeg fann þar 2 beinbrot og virtist að minnsta kosti annað þeirra
vera úr manni. Á Hringshaugi sýnast vera mannaverk, en ekki
hafði jeg þá tíma til þess að rannsaka hann betur.
Að lokum skal jeggetaþess, að jeg fór 31. júlí að Haukadal og
var það öllu framar forvitnisferð en rannsóknarferð. Sigurður Vig-
fússon hefir i síðustu Árbók lýst þeim tóttum, sem þar eru á Sæ-
bóli, og skýrt frá rannsóknum sínum þar1. Jeg skal geta þess, að
mjer reyndust 2 af tóttunum nokkuð minni ummáls en þær eru
sagðar í Árbókinni, fjóstóttin 56 fet á lengd en 30 fet á breidd,
skálinn 89 fet á lengd en 23 á breidd; aptur á móti reyndist hof-
tóttin lík og í Árbókinni. Ekki gat jeg sjeð nein merki til dyra á
norðausturhorni fjóstóttarinnar, þar sem þær eru settar í Árbókinni ;
hins vegar er ekki ómögulegt, að dyr hafi verið á norðurgafli
fjóssins nálægt austurvegg, þó að þær sje ógreinilegar. Af skála-
tóttinni sjest nú litið eptir nema gaflöðin og hið syðsta af austur-
veggnurn ; þessi veggur nær því of langt norður á við á teikningu
Sigurðar ; eptir því sem mjer virtist, var ekki hægt að rekja þenna
garð lengra norður en tæplega á móts við miðjan hofgarðinn þar
fyrir austan ; þaðan frá var langt autt bil allt norður að gaflaðinu
nyrðra, og er nú ekki framar hægt að sjá, hvar dyr hafa verið á
öllu því svæði, en Olafur bóndi Jónsson í Haukadal sagði mjer, að
hann hefði áður grafið í tóttina og tekið upp mikið af undirstöðu-
steinum úr veggjunum til að hafa í hlöðu þá, sem byggð hefir ver-
ið ofan í tóttarstæðið þvers um, og hefði hann þá fundið greinileg-
ar dyr ekki mjög langt frá austurveggnum miðjum eða þó nokkru
sunnar ; hjer virðast því dyrnar hafa verið, en ekki nálægt norður-
gaflaðinu. Olafur sagði og, að hann hefði fundið stóran jarðgró-
inn stein reistan upp á rönd rjett fyrir innan dyrakampinn ; sagði
hann, að steinninn hefði verið hellusteinn, þykkur þeim megin sem
niður vissi, en brúnhvass upp. Olafur sagði mjer og, að þá hefði
verið greinilegt gaflað yfir þvera tóttina talsvert sunnar en það
gaflað, sem nú sjest, og hefði hann þá haldið, að það væri norður-
endi tóttarinnar, en vel gæti verið, að það hefði verið leifar af
nýjari byggingu, sem hefði verið byggð ofan í gömlu tóttina ; hann
kvaðst hafa tekið upp þetta gaflað og haft úr því steina í hlöðu-
bygginguna. Olafur sagði mjer og, að inni í „hofgarðinum“ fyrir
1) Arbók 1883, bls. 16 og þar á éptir.