Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 28
28
sagt frá baráttu þiðreks við drekann til þess að bjarga ljóninu.
f>ar fer líkt og í þiðreks sögu, að sverð konungs brotnar, og ber
drekinn bæði konung og hest þann, sem hann ríður, inn í fjallið til
unga sinna, sem eru n. Drekarnir jeta hestinn og sofna síðan;
Júðrekr finnur sverðið og drepur drekana. þ>ví næst kemst hann
út úr fjallinu með hjálp ljónsins, sem er fyrir utan, og fylgir ljónið
honum upp frá því. þjóðverjar hafa einnig líka sögu um Wolf-
dietrich, og er ekki ólíklegt, að sagan hafi upphaflega verið um
hann, en þrekvirkið síðar verið eignað nafna hans, þiðreki af
Bern. Hvergi er þess getið, að ljónið hafi dáið á gröf húsbónda
síns.
Um aldur hurðarinnar ber mönnum ekki saman. Otto Blom,
danskur vísindamaður, hefir sýnt fram á það, að búningur riddarans
og söðulreiði er að flestu leyti svo fornlegt, að myndirnar þess
vegna gætu verið samtíða Bayeuxtjaldinu eða frá síðari hluta n.
aldar. Skjaldarlagið er þó talsvert nýlegra, þar sem skjöldurinn
er ekki kringlóttur heldur sljettur fyrir að ofan, en það skjaldarlag
kemur ekki fyrir fyr en á síðari hluta 12. aldar eða eptir 1150, og
sömuleiðis benda hinar löngu brynjuermar, sem riddarinn hefir á
neðri myndinni, á það, að hurðin sje nokkuð yngri en Bayeuxtjald-
ið. Af þessu tvennu ræður Blom, að hurðin ekki geti verið eldri
en frá miðri 12. öld, en aptur á móti geti hún heldur ekki verið
miklu yngri, vegna þess að búningurinn er svo forn að öðru leyti.
En það er ýmislegt annað, sem bendir til þess og jafnvel sann-
ar það til fulls, að útskurðurinn á hurðinni er miklu yngri en herra
Blom heldur. Fyrst og fremst eru litlar líkur til þess, að sagan um
ljónið og riddarann eða konunginn hafi komið til íslands eða Nor-
egs fyr en á 13. öldinni. Nokkru eptir aldamótin 1200 tóku menn
að gefa sig við slíkum útlendum riddarasögum og þýða þær, fyrst
í Noregi og nokkru siðar á íslandi. Ef Valþjófsstaðahurðin væri
frá miðri tólftu öld, þá væri hún eini votturinn um það, að ridd-
arasögur hefðu svo snemma verið kunnar á Norðurlöndum. Af
þeirri ástæðu er líklegt, að hún sje að minnsta kosti ekki eldri
en 1200.
þetta styrkist enn betur af letri því, sem á hurðinni er. þar
kemur fyrir hin nýja orðmynd „er“. þessi mynd kemur ekki upp
fyr en á 13. öldinni. í tveimur hinum elztu köflum Reykjaholtsmál-
daga (frá því um 1185 og 1206) kemur þessi mynd ekki fyrir,
heldur er allstaðar haft „es“. í hinum elztu íslenzku handritum,
sem eru frá byrjun 13. aldar, er orðmyndin „er“ miklu sjaldgæfari
en „es111. þessi nýja orðmynd bendir þá til þess, að letrið og
1) Sbr. Konráð Gíslason í formálanum fyrir hinni fóto-líthografisku út-
gáfu af Elucidarius (A. M. 674 A, 4°)