Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 31
3i á ef til vill að lesaUAN DREKA (= vann dreka). Rúnin ár i UAN er þá bundin saman við nauð á hinum sama staf, þannig að það stryk, sem táknar ár, gengur niður á við á ská til vinstri, en það, sem táknar nauð, gengur úr sama staf niður á við á ská til hægri. þ>etta skástryk er að neðan áfast við R í DREKA, og hafa menn því haldið, að það væri bundið saman við þenna staf, en verið gæti, að það heyrði til næstu rún á undan. ]?á væri D í DREKA að eins tákn- að með skástryki út úr R að ofan til vinstri, og væri það mjög eðlileg og í alla staði rjett bandrún fyrir tr eða dr eptir hinu eldra stafrofi en fyrir tr eptir hinu yngra. Ef hinu yngra stafrofi væri fylgt, ætti beini leggurinn á R að vera stunginn, og væri vert að gæta að, hvort svo væri á sjálfri hurðinni. Ef svo er, sem mig grunar — að skástrykið að neðan, sem hingað til hefir verið tekið saman við reið, eigi við stafinn á undan, en d sje táknað með skástryki út úr reið að ofan — og sje enginn punktur á beina leggnum á reið, þá kemur líka fyrir í rúnunum óstunginn týr, þar sem eptir hinu nýjara stafrofi ætti að vera stunginn týr, og gæti það bent til þess, að Valþjófs- staðahurðin væri frá þeim tíma, þegar stungnu rúnirnar vóru að ryðja sjer til rúms á Islandi, en höfðu ekki enn allar saman náð borgara- rjetti í stafrofinu. En um þetta þori jeg ekki að fullyrða, af því að jeg hefi ekki sjálfa hurðina fyrir mjer1. Ef ráðning mín á þessum rúnum skyldi reynast rjett, þá koma alls þrjár bandrúnir fyrir á hurðinni: ár og nauð, týr og reið, og loks ár og porn. þessar bandrúnir eru ekki i mínum augum neinn vottur um það, að hurðin sje mjög gömul. Bandrúnir koma opt fyrir í íslenzkum rúnum frá 15. og 16. öld, einkum á innsiglum, en hversu snemma þær komi fyrir, er óvíst og enn eigi rannsakað til hlítar. Af því, sem nú hefir verið sagt, virðist vera ljóst, að hurðin geti með engu móti verið eldri en 1200, en að aptur á móti sje ekkert því til fyrirstöðu, að hún geti verið einum 50 árum yngri. Gagnvart þessum sönnunum getur það eigi komið til greina, þó að búningur og söðulreiði riddarans sje fornlegt í samanburði við þann búning, sem tíðkaðist í Norðurálfu á miðöldunum, þvi að það var eðlilegt, að breytingar á riddarabúnaði og söðulreiði kæmi ekki til íslands fyr en löngu eptir það, að þær höfðu rutt sjer til rúms 1) A þeirri ágætu eptirmynd af hurðinni, sem Oldnordisk Musæum hefir gefið hinu íslenzka forngripasafni, og á gipseptirmynd af rúnunum, sem dr. Kálund hefir gefið því, er svo að sjá, sem skástryk það, sem hjer um ræðir, gæti eins vel heyrt til rúnastafsins, sem fer á undan, eins og til þess, sem á eptir fer, og á báðum þessum eptirmyndum gengur skástryk til hægri handar niður úr miðjunni á langa leggnum á K, í klofanum milli langa leggsins og skáleggsins að aptanverðu, og endar skástryk þetta f djúpum punkt. Skyldi þetta skástryk tákna, að langi leggurinn á K sje stunginn? Ef svo væri, þá kæmi líka stunginn týr fyrir á hurðinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.