Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 31
3i
á ef til vill að lesaUAN DREKA (= vann dreka). Rúnin ár i UAN er
þá bundin saman við nauð á hinum sama staf, þannig að það stryk,
sem táknar ár, gengur niður á við á ská til vinstri, en það, sem
táknar nauð, gengur úr sama staf niður á við á ská til hægri.
þ>etta skástryk er að neðan áfast við R í DREKA, og hafa menn því
haldið, að það væri bundið saman við þenna staf, en verið gæti, að
það heyrði til næstu rún á undan. ]?á væri D í DREKA að eins tákn-
að með skástryki út úr R að ofan til vinstri, og væri það mjög
eðlileg og í alla staði rjett bandrún fyrir tr eða dr eptir hinu eldra
stafrofi en fyrir tr eptir hinu yngra. Ef hinu yngra stafrofi væri
fylgt, ætti beini leggurinn á R að vera stunginn, og væri vert að gæta
að, hvort svo væri á sjálfri hurðinni. Ef svo er, sem mig grunar —
að skástrykið að neðan, sem hingað til hefir verið tekið saman við reið,
eigi við stafinn á undan, en d sje táknað með skástryki út úr reið
að ofan — og sje enginn punktur á beina leggnum á reið, þá kemur
líka fyrir í rúnunum óstunginn týr, þar sem eptir hinu nýjara stafrofi
ætti að vera stunginn týr, og gæti það bent til þess, að Valþjófs-
staðahurðin væri frá þeim tíma, þegar stungnu rúnirnar vóru að ryðja
sjer til rúms á Islandi, en höfðu ekki enn allar saman náð borgara-
rjetti í stafrofinu. En um þetta þori jeg ekki að fullyrða, af því
að jeg hefi ekki sjálfa hurðina fyrir mjer1.
Ef ráðning mín á þessum rúnum skyldi reynast rjett, þá koma
alls þrjár bandrúnir fyrir á hurðinni: ár og nauð, týr og reið, og
loks ár og porn. þessar bandrúnir eru ekki i mínum augum neinn
vottur um það, að hurðin sje mjög gömul. Bandrúnir koma opt
fyrir í íslenzkum rúnum frá 15. og 16. öld, einkum á innsiglum, en
hversu snemma þær komi fyrir, er óvíst og enn eigi rannsakað til
hlítar.
Af því, sem nú hefir verið sagt, virðist vera ljóst, að hurðin
geti með engu móti verið eldri en 1200, en að aptur á móti sje
ekkert því til fyrirstöðu, að hún geti verið einum 50 árum yngri.
Gagnvart þessum sönnunum getur það eigi komið til greina, þó að
búningur og söðulreiði riddarans sje fornlegt í samanburði við þann
búning, sem tíðkaðist í Norðurálfu á miðöldunum, þvi að það var
eðlilegt, að breytingar á riddarabúnaði og söðulreiði kæmi ekki til
íslands fyr en löngu eptir það, að þær höfðu rutt sjer til rúms
1) A þeirri ágætu eptirmynd af hurðinni, sem Oldnordisk Musæum
hefir gefið hinu íslenzka forngripasafni, og á gipseptirmynd af rúnunum,
sem dr. Kálund hefir gefið því, er svo að sjá, sem skástryk það, sem hjer um
ræðir, gæti eins vel heyrt til rúnastafsins, sem fer á undan, eins og til þess,
sem á eptir fer, og á báðum þessum eptirmyndum gengur skástryk til hægri
handar niður úr miðjunni á langa leggnum á K, í klofanum milli langa
leggsins og skáleggsins að aptanverðu, og endar skástryk þetta f djúpum
punkt. Skyldi þetta skástryk tákna, að langi leggurinn á K sje stunginn?
Ef svo væri, þá kæmi líka stunginn týr fyrir á hurðinni.