Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 35
35
„óglaðr löngum“, Seint á æfi sinni deildi hann við Inga Magn-
ússon að Hvalskeri, og lauk þvi svo, að Ingi drap Markús, og var
það 1196 samkvæmt íslenzkum annálum. Eptir þessu líður fyrst
langur tími frá því að Markús kemur út með kirkjuviðinn í fyrra
skipti og Valþjófsstaðakirkja er byggð, þangað til kona Markúsar
deyr, og síðan nokkur tími til falls Markúsar. Mun varla of mik-
ið í lagt, að gjöra allan þenna tíma um 15 ár, þannig að Valþjófs-
staða kirkja hafi í það skipti, sem hjer ræðir um, verið smíðuð hjer
um bil 1180 eða, ef til vill, nokkru fyr. Gísli og Magnús synir
þeirra Markúsar og Ingibjargar vóru eigi fulltíða, þegar faðirþeirra
var veginn, en urðu það um eða skömmu eptir 1200. f>að lætur
þánærri, að þeir sjeu fæddirum 1185, og þá sjálfsagt á Rauðasandi,
en þeir vóru ekki elztu börn þeirra hjóna, því að systir þeirra Hall-
bera giptist Víga-Hauki, áður en þeir urðu fulltíða, og hefir því
verið nokkru eldri en þeir, og Hrafnssaga gefur i skyn, að for-
eldrar þeirra systkina hafi átt fleiri börn, sem ekki komust úr barn-
æsku1. Allt kemur þá vel heim. Markús og Ingibjörg flytja að
Saurbæ á Rauðasandi nokkru fyrir 1180; rjett á eptir fer Markús
utan og kemur út um 1180 með viðinn, sem hann gefur Sigmundi.
Börn þeirra hjóna flest fæðast 1181—1185 og eru fulltíða um 1200
Ingibjörg deyr um 1190 og Markús 1196. Eins kemur þettaágæt-
lega heim og saman við aldur Sigmundar Ormssonar, að hann hafi
verið orðinn höfðingi þar eystra og látið reisa Valþjófsstaðakirkju
um 1180. Árið 1179 er talað um deilu þeirra f>orláks byskups og
Sigurðar bróður Sigmundar um fjárforráð kirkju að Svínafelli, óð-
alsjörð ættar þeirra, og um deilu Orms hins gamla, föður þeirra
bræðra, við byskup um fjárforráð Rauðalækjarkirkju2. Af þessu
má sjá, að Ormr bjó þá sjálfur að Rauðalæk, en hafði fengið Sigurði
syni sínum staðfestu á höfuðbóli ættarinnar, og hefir hann þá ef-
laust verið búinn að sjá Sigmundi fyrir staðfestu eystra að Val-
þjófsstöðum. Sigmundr mun um þetta Ieyti eða litlu fyr (um 1175)
hafa átt Arnbjörgu, dóttur Odds prests Gizurarsonar, og mun hafa
fengið Valþjófsstaði í heimanfylgju með konu sinni og sett þar bú,
nokkrum árum áður en tengdafaðir hans dó (árið 1180)3. Sigmundr
mun vera fæddur um 1150 og hefir þá gipzt hálfþrítugur. Jón
sonur hans mun vera fæddur á Valþjófsstöðum um 1176, því að
1197 fjekk hann jpóru dóttur Guðmundar gríss, og mun þá hafa
1) Sturl. Oxf. I. bls. 176. II. bls. 285 og 294. Bisk. I, bls. 645 og 657.
2) Bisk. I. bls. 280—281. Dipl. Isl. I. bls. 245.
3) Jón Sigurðsson heldur, að Oddur tengdafaðir Sigmundar hafi búið að
Valþjófsstöðum, en hitt mun rjettara, að hann hafi búið að Hofi, því að þar
bjó Teitr son hans, unz hann keypti Valþjófsstaði að Jóni Sigmundarsyni
árið 1202. Dipl. Isl. I. bls. 187. Sturl. Oxf. I. bls. 117.
5*