Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 48
46
aðrar rústir í J>jórsárdal. Hún er aflöng frá austri til vesturs,
skiptist í 4 tóttir, hefir tvennar dyr á suðurhliðinni og einar á
vesturendanum. Bak til hafa verið 2 hús, að því er sýnist, eitt apt-
ur af öðru, og innangengt í það, sem nær er, en útidyr á hinu, mót
vestri. Allar aðaltóttirnar hafa verið jafnvíðar, hjer um bil 4 —
5 álnir eða rúmlega það; víddin er óljós, því þær hafa sigið saman.
Austasta tóttin er hjer um bil 16 ál. löng, og inngangur í vestur-
endann, úr hinni næstu; sú er nálega 12 ál. löng, og dyr á suður-
hliðinni við austurendann. þriðja tóttin virðist hafa verið jöfn á
vídd og lengd : nál. 3 álnir, og dyr á mót suðri, en innangengt í
tóttina, sem er bak til, en ekki austur úr, ekki heldur vestur úr,
að því er nú sýnist. £n vesturveggur þessarar tóttar er ekki
eins formlegur og fornlegur eins og aðrir veggir rústarinnar, held-
ur er hann rýrlegri og bogadreginn; mun hann að meira eða minna
leyti vera yngri; því má ekki heldur fortaka, að þaðan hafi áður
verið dyr út í vestustu tóttina. Sú tóttin er nál. 18 ál. löng og
sýnist að hafa verið opin í vesturendann; má vera þar hafi verið
gaflþil. Tóttirnar á bak til eru óglöggvar, 'Og þess óglöggvari er
þó önnur rúst, sem markar fyrir litlu ofar, og sem lfklega er af fjósi
og hlöðu. Veldur því skriða, sem runnið hefir ofan úr gilinu fyrir
vestan Lykný, niður um grundina og fram á bæinn. Undan þess-
um ágangi mun bærinn Hagi hafa verið færður, þangað sem hann
nú er. Rústin kallast nú á dögum Snjáleifartóttir, af einsetu-
kerlingu, sem sagt er að hafi búið þar. J>að hefir án efa verið á
seinni tímum, og mun kofi kerlingar hafa verið byggður í þeirri
tóttinni, sem hjer er talin hin þriðja í röðinni; því er það, að hún
er að nokkru leyti nýlegri, og enda grænni á sumrum. Á þrepi
litlu, eða þröm, í brekkunni niður undanLykný, er tótt allmikil, sem
snýr dyrum að brekkunni, en hefir afhústótt við innri endann. J>ar
hefir ef til vill verið bænahús (hof) J>orbjarnar. Á flötunum fram
undan rústunum er einstakur hóll, sem Einbúi heitir. — Skyldi ekki
J>orbjörn laxakarl liggja í honum ?
2. Sigurðarstaðir heitir hjalli nokkur allhár í suðausturhlíð
Hagafjalls, framan til við Gaukshöfða. Uppi á honum hefir til skamms
tfma sjezt rústarbrot, sem nú er að mestu hrunið í gil. J>ar hefir
verið veðurnæmt og óhagkvæmt bæjarstæði. J>etta hefir verið af-
býli frá Haga.
3. Asólfsstaðir eru enn byggðir, og standa sunnan undir fell-
inu, sem kennt er við bæinn, og vestast í hvammi þeim, er verður
milli Hagafjalls og Skriðufellsfjalls. Bærinn snýr mót suðlægu
suðaustri. þar mun vera landnámsbyggð.
4. Skallakot hjet afbýli frá Ásólfsstöðum. J>að var vestur í
gilinu, sem kemur ofan milli Hagafjalls og fellsins og rennur f