Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 49
47
bæjarlæk á Ásólfsstöðum. í Skallakoti er nú stekkur, en sjer fyr-
ir bæjarrúst og lítilli túngirðingu.
5. Stórólfshlíff heitir skógarhlíð í Ásólfsstaðaskógi, austan í
fellinu, fyrir innan bæinn. Á fles einni undir hlíðinni var 1873
höggvið rjóður, og fannst þar rúst, mjög svipuð Snjáleifartóttum,
en húsaskipun eigi jafnglögg. þar sást og túngirðing, er að var
gætt, en mjög er hún lítil. Hefir þar verið annað afbýli frá Ás-
ólfsstöðum, og heitið að líkindum Stórólfshlíff.
6. Skriðufell er enn byggt. f>að stendur á lágum hjalla undir
Skriðufellsfjalli—hann myndast af ásum þeim, sem þar eru um kring.
Bærinn snýr mót suðvestri. Hvort hjer er landnámsbyggð, verður
ekki sagt; að minnsta kosti hefir bærinn ekki fengið þetta nafn
meðan „ekki sást steinn“ í f>jórsárdal. Skriðufell er nú efstur bær
í Gnúpverjahreppi.
7. Karlstaðir stóðu litlu austar undir suðurhorni fjallsins. J>ar
eru nú fjárhús, og sjer fyrir lítilli túngirðingu. Virðist það hafa
verið afbýli frá Skriðufelli.
Nú er eftir að lýsa leifum þeirra bæja, sem verið hafa inni í
dalnum, þar sem hann er nú eyddur. Að því leyti sem rústir
þessara bæja sjást, eru þær þannig, að jarðvegur er blásinn af,
en undirstaða veggjanna af grjóti sjest eftir.
8. Asldkstunga hin fremri hefir staðið sunnan undir bröttum
múla, sem er fremst í Áslákstungnafjalli. Lögun rústarinnar sjest,
nema nokkuð af suðurhliðveggnum, sem er runnið sundur í sand-
inum. Rústin skiptist í 2 aðaltóttir og aðrar 2 bak til. Vestari
aðaltóttin er alin á vídd og 10 álna löng, ok hefir dyr austast
á suðurhliðvegg, og aðrar inn i hina eystri, gegnum millivegg eða
miðgafl. Sú tóttin er 20 álna löng og jafnvíð hinni; hún hefir lík-
lega haft dyr á suðurhliðveggnum, þar sem nú er úr fallið. Ur
henni er innangengt í hinar 2 tóttir baktil; er önnur austur við
horn, 6 álna löng og 3 álna víð; hin er vestur við miðgaflinn 8
álna löng til norðurs og 4 álna víð. Oglöggar leifar af fjósrúst,
að því er virðist, eru skammt fyrir austan bæjarrústina.
q. Asldkstunga hin innri hefir staðið litlu lengra inn með suð-
austurhlíð fjallsins. Sjest þar glöggt öll bæjarrústin og líkist að
lögun hinni næst töldu á undan. Hún er stærst allra rústanna sem
sjást í dalnum, og er hún öll 50 álna löng, frá suðvestri til norð-
austurs, en skiptist í 2 tóttir; er hin suðvestari 5 */4 al. víð og 14
ál. löng, með dyr á framhliðveggnum nálægt 3 áln. frá miðgaflinum
—sem er 3 áln. á þykkt— og aðrar gegnum hann inn í norðaust-
urtóttina sem er 33 áln. löng og 6 álna víð og þó rúmlega það í
norðausturendann. Nálægt 12 áln. frá honum eru aðrar dyr á
framhliðveggnum. Nálægt miðjum bakvegg þessarar tóttar eru
dyr, sem ganga inn í aðra tótt, bak til, sem er 5 álna löng og 3