Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 52
50
þessi bær hafi heitið Reykholt, og’ að bæði holtið og bærinn hafi
haft nafn af reyknum úr Rauðukambahver. Solveig Helgadóttir
(sem síðar verður nefnd) sagðist hafa heyrt Reykholt talið með
bæjum í þ>jórsárdal.
15. Undir suðurenda Rauðukamba er bæjarrúst. Sá bær hefir
snúið við austlægu suðaustri. Rústin er 36 ál. löng—því fyrir bak-
veggnum sjest öllum, og lítið til gafla, en grjótið úr þeim er þó á
dreif, og framveggurinn alveg umrótaður. 12 ál. frá vesturenda
bakveggjarins sjest fyrir miðgafli með dyrum á. Nokkru austar
er inngangur í tótt, sem er bak til, en stærð hennar sjest eigi
gjörla. Oglögg rúst er litlu ofar, er mun vera af fjósi og hlöðu.
þessi bær er ekki nefndur annað en „í Rauðukömbumu, og má
vera það sje hið upprunalega nafn hans, þvi ekki er ólíklegt, að
kambarnir hafi verið rauðir frá upphafi vega sinna. — Hverinn er
fáa faðma frá rústinni.
16. í Fossdrdal framarlega, fyrir vestan ána, þar sem helzter
nokkuð undirlendi.sjest rúst af fjósi og hlöðu á moldarbring viðgil eitt.
Fjóstóttin er nál. 18 ál. löng og 6 ál. víð, með mörgum báshellum.
Stærð hlöðunnar sjest ekki með neinni vissu, en fyrir gafli fjóssins
hefir hún verið, og haft dyr fram úr honum — eins og algengast
hefir verið. Vestur úr vesturvegg fjóssins sjest brot af þvergarði,
sem þó er mjög hruninn í gilið. Um bæjarrústina er annaðhvort,
að gilið hefir borið hana alveg burt, eða jörð er gróin 3’fir hana á
einhverjum af grasblettum þeim, sem þar eru hjá. Víst þykir, að
nafn bæjarins hafi verið Fossárdalur.
17. Undir suðvesturhlíð Stangarfjalls eru rústir á 2 stöðum.
Hinar vestri eru 3 saman á sljettri sandfles. Hin helzta þeirra virð-
ist vera bæjarrúst; hún er i einu lagi 14 ál. löng og 4 ál. víð, með
dyr á suðvesturhliðveggnum við vesturhornið. Af hinurn er ekki
annað eptir en grjótbreiður, sem ekki sjest lögun á. þ>ó er önnur
þannig útlits, að líkindi eru til, að hún sje af fjósi og hlöðu; þar
eru og hellur stórar, væntanlega báshellurnar. Hin þriðja er lítil
og ómerkileg, líklega af útibúri eða þess konar hási.
18. Hinar eystri rústirnar eru svo sem hálfum stekkjarvegi aust-
ar og eru tvær saman, uppi á og utan í sandhrygg, milli gilja tveggja.
Stærri rústin er hálf uppi á sandhryggnum, og sjer þar fyrir heilli
tótt, 20 ál. langri og 3% ál. víðri, með dyr á miðjum vestur-hlið-
vegg. ganga þær inn úr annari tótt, sem nú er mjög hrunin nið-
ur í sandbrekkuna. Eptir áætlun hefir hún verið 15—18 ál. löng
og 5—6 ál. víð. þ>ar eru og hellur margar; allt annað grjót er
hjer hraungrjót. þ>að er nokkurnveginn auðsjeð, að þessi rúst er
af fjósi og hlöðu. í henni fannst fyrir nokkru fleinn eða nagli, sem
nú er í forngripasafninu. Hin rústin er að eins lítil grjótbreiða,
niður frá þessari, við gilrásina; hún mun vera af útibúri. Til sjálfr-