Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 56
54
kunnugt, að fornmönnum þótti ekki lítið koma til veiðiskapar. En
þetta gjörir ekkert til, því dalurinn hefir albyggzt á landnámstíð.
Ekki er að efa það, að Hjalti hafi gjört kirkju á bæ sínum, en
naumast Hklegt, að fleiri kirkjur hafi verið á ekki stærra svæði
en þ>jórsárdalur er; hvergi sjást heldur mannabein hjá öðrum rúst-
um í dalnum en á Skeljastöðum, og mun það hinn eini greftrunar
staður, sem í dalnum hefir verið eptir kristni. Nafnið „Skeljastaðir
er naumast rjett. Vanalega hefir endingin „staðir“ aptan í bæja-
nöfnum mannsnafn fyrir framan sig; þó dæmi sje til annars, er
hætt við, að það sje flest afbakanir. Hjer verður heldur ekki sjeð,
að um neinar „skeljar“ sje að gjöra, sem bærinn gæti haft nafn af.
þ>að væri álitlegt að ætla, að hann hafi heitið „Skeggjastaðir'1, og
verið kenndur við föður Hjalta, einsog sumir hafa gizkað á; en
svo ljóst og þægilegt nafn mundi samt naumast hafa breyzt í annað
vitlaust, og þó harðara í framburði, þar þó flestar afbakanir mynd-
ast af of linum framburði. þ>að er því líklegast, sem Vigfús sagði,
að bærinn hafi heitið „Skeljungsstaðir“ og fellið „Skeljungsfell“, af
mannsnafninu „Skeljungur11.
23. Sámstaðir eru sýndir undir Sámstaðamúla, í suðurhorni
Skeljafells. þ>ar eru rústir nokkurn veginn glöggvar. Bærinn hefir
snúið mót suðri. Húsaskipun virðist hafa verið hin sama sem í
Áslákstungu hinni fremri. Bæjartóttin er hjer um bil 35 ál. löng
og 5 ál. við, með tvennum dyrum á suðurhliðvegg, eru hinar vestri
14 ál. frá vesturenda. Strax austan við þær sjer óglöggt fyrir mið-
gafli, um 3 ál. á þykkt. Milli dyranna eru nál. 12 ál. en frá hin-
um eystri eru nál. 6 ál. til austurendans. Hvorar dyr eru i1/^ al.
á vídd. Bak til eru 2 tóttir. Inngangurinn til hinnar vestri er ó-
glöggur. f>ó hefir hann verið fast austan við miðgaflinn. Sú tótt
er 9 ál. löng (til norðurs) og 5 ál. víð. Hin tóttin hefir innganginn
úr horninu við austurendann, og sýnist hafa verið 4—5 ál. á hvern
veg. Laust austan við bæjarrústina er sjerstök tótt (af útibúri?),
nálægt 8 ál. á hvern veg og dyr á vesturhorni. Austar er fjós-
tóttin, nálægt 14 ál. löng og 6 x/4 ál. víð. Báshellur eru þar liggj-
andi. Af hlöðunni sjást grjótdreifar að gafli fjóssins, og hafa dyr
hennar verið inn úr honum.
24. Sandatunga er sýnd fyrir austan Sölmundarholt; þar geng-
ur sandvik mikið upp frá Fossá, milli holtsins og hraunsins. f>ar
sjást móflögur, og mun þar hafa verið mýrlendi þ>ar sem hraunið
gengur fram að ánni, fyrir austan vikið, er hátt nef, og á því gras-
torfa lítil. Sú er nú kölluð „Sandatunga“. þ>ar eru rústirnar lítið
lengra upp frá ánni, f vesturjaðri hraunsins. þ>ær eru Qórar. Tvær
þeirra eru neðan til við hraunjaðarinn—en hann liggur þar frá norðri
til suðurs—undir þeim hverri fyrir sig er dálftill moldarbringur;
þeir eru svo troðnir og grjóti þaktir, að þeir hafa ekki náð að