Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 57
55
blása burt, eins og jarðvegurinn í kring, Víða hvar er undirstaða
veggjanna hrunin út af bringjunum ; samt má ráða af þvi, er til
hennar sjest, að hver rústin fyrir sig sje að eins ein tótt; virðast
þær nálægt jafnstórar, hjer um bil 14—16 ál. langar og 4 ál. viðar.
Hin syðri— því langt bil er á milli þeirra — er aflöng frá austri til
vesturs, en hin nyrðri frá norðvestri til suðausturs, þar sjest kafli af
suðvesturveggnum. Á hvorugri sjást merki til, hvar dyr hafa verið.
Nálægt þessum rústum hafa fundizt sindurstykki. Hinar tvær rúst-
irnar eru hærra upp í hraunjaðrinum, önnur fyrir ofan hina, og mjög
skammt á milli; þær eru miklar ummáls og margbrotnar, en svo ó-
glöggar að þeim verður ekki lýst, enda er önnur þeirra að nokkru
leyti hulin melgrasi. Ef maður skyldi nokkuð ætla á um rústir
þessar, þá lægi nærri að halda, að hjer hafi verið tvíbýli, og að hin-
ar neðri rústirnar sjeu fornar bæjartóttir, áþekkar að stærð og lög-
un tóttinni { vestri Lóþræl; en að þeir bæir hafi verið færðir — ef
til vill undan sandfoki frá ánni ■— upp í hraunbrúnina, þvi hinar ó-
reglulegu rústir, sem þar eru, geta varla verið annað en bæjarrústir
frd seinni tímum. það er líka alsagt, að Sandatunga hafi lengi
verið byggð „eptir Rauðukambaeld". Er sá maður nefndur Eiríkur,
sem þar bjó síðast, og fluttist þaðan að Haga, þegar Sandatunga
eyddist. Raunar er ekki annað að ráða af munnmælunum, en að þar
hafi verið einbýli; enda mun svo hafa verið seinast, en hafi það
alltaf verið, þá lítur helzt út fyrir, að bærinn hafi þrem sinnum ver-
ið færður, sem þó er ólíklegt, þar eð svo skammt er á milli rúst-
anna. Ekki sjest til fjósrústa, svo þekkjanlegt sje; má vera þær
felist í hinum efri rústunum, þó ekki sjáist skil á því; en engin ó-
likindi að bæirnir hafi verið færðir þangað sem ijósin voru, meðan
þeim þótti óhætt. Nafnið „Sandatunga“ er ef til vill í fyrstu dreg-
ið af eyrar- eða sandtungu þeirri, er þar verður fram undan, milli
Fossár og þ>jórsár.
Um eyðileggingu þjórsárdals eru engar greinilegar frásagnir
til. Að vísu er það talið tvímælalaust, að jarðeldur úr Rauðukömb-
um hafi eytt dalinn, en hvorki vita menn með vissu, hvaða ár það
var, þar sem sumir telja það 13 n1 2, en aðrir 1343—44*, og ekki
heldur vita menn, hvernig það gekk til eða hve stórkostlegt þetta
eldgos var, nema hvað mönnum ber saman um, að bæirnir, sem
eyddust, hafi verið 11 ; og það er þó ekki heldur áreiðanlegt; því
þó sleppt sje Hólum, sem engar leifar sjást af, og Sandatungu, sem
eyddist síðar, sjást þó leifar af 15 bæjum í dalnum, sem, að því er
sjeð verður, allar eru frá sama tíma. Ekki er heldur hægt að gjöra
sjer ijósa hugmynd um, hvernig þessu eldgosi hefir verið varið. í
Kömbunum sjest enginn eiginlegur eldgígur, og ekkert brunahraun
1) Halldór Jakobsson og Sveinn Pálsson.
2) Arb. Espólíns.