Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 69
63
fæ ekki betr séð, enn að maðr geti komizt hjá að álykta þannig ;
eg vil ekki gera miklar getgátur í góðum sögum, nema ómögu-
lega verði hjá því komizt; mjer sýnist líka þetta koma í nokkra
mótsögn við orð sögunnar, sem síðar skal sagt. Eg held blátt á-
fram, að bœrinn á Mosfelli hafi frá upphafi staðið þar sem hann
stendr nú, og að Grimr Svertingsson hafi búið þar, enn hann hafi
þá bygt kirkjuna nokkru fyrir utan bœinn þar sem síðar var kall-
að á Hrísbrú, og hún hafi staðið þar þar til um miðja 12. öld, sem
síðar mun sagt. þ>etta fer iangbezt, og ekkert get eg séð veru-
legt á móti því, og þá þarf engar getgátur að gera. Frá Mosfelli
og út að Hrísbrú er ekki langt; það er um 300 faðmar. þ>essa
kirkju hefir Grímr ekki bygt síðar enn 1003, þvíað hann mun hafa
andazt á þeim missirum, og þá hefir varla verið lögð sérlega mik-
il áherzla á, að hafa kirkjúrnar rétt við bœina framar enn verk-
ast vildi, að minsta kosti þær sem komu rétt eftir hofin. J?á hef-
ir ekki verið mikið um bœna eða tíða gerðir, þar sem nálega eng-
inn lærðr prestr var til í landinu. J>að hefir orðið nokkurt hlé á
guðsþjónustunni eða réttara sagt orðið nokkur bið, þangað til hinir
nýju helgisiðir, sem kristninni fylgdu, komu í ljós, nefnil. fyrstu ár-
in eftir að kristnin var ákveðin með lögum, þvíað það má sjá, að
ekki vóru allir vel ánœgðir með þessar miklu breytingar á trúar-
siðunum. Kirkjurnar hafa f fyrstunni verið mest notaðar til að veita
legstað heldri mönnum, að þeir lægi í vígðri moldu. f>etta sýna
dœmin; margtmætti fleira hér um segja, enn eg álít þess þurfi hér
ekki við. f>að er varla efamál, að slíkr höfðingi, sem Grfmr var,
hefir haft hof ábœsfnum;má vera það hafi staðiðþar sem Hrísbrú
nú stendr, þvíað dœmi get eg fundið þess, að hofin stóðu ekki
ávalt heima við bœina. Er þá mikið liklegt, að Grímr hafi bygt
kirkjuna þar sem hofið áðr stóð, eða þar nálægt. Enn hér erlíka
annað, sem kynni að benda á þetta. Heima á Mosfelli hefir ekk-
ert sérlegt kirkjugarðsstœði verið, þvíað þar sem kirkjan stendr,
er klöpp undir, og um allan miðhluta kirkjugarðsins1 fyrir ofan er
lægð og ekki vel þurt, og fyrir austan bœinn er líka lágt og mýr-
lent. Eg skal nú hér tilfœra það, sem Egils s. Reykjavík 1856
segir um kirkjufiutninginn, go. kap., bls. 228—229. þ>essi kap. er
merkilegr og skal eg því taka hann allan : „Grímr at Mosfelli var
skfrðr, þá er kristni var í lög leidd á íslandi. Hann lét þar kirkju
gjöra. En þat er sögn manna, at þórdís hafi látið flytja Egil til
kirkju; ok er þat til jarteikna, at síðan er kirkja var gjör at Mos-
felli, en ofan tekin at Hrísbrú sú kirkja, er Grímr hafði gjöra látit,
1) Að því er hinn núverandi prestr á Mosfelli, síra Jóhann þorkelsson
hefir sagt mér; hann hefir gefið mér margar upplýsingar um þetta efni.