Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 73
67
trú var hér lögleidd ár iooo, með þeim skilyrðum, sem Kristnisaga
segir, bls. 25 : „en um barna útburð ok rossakjötsát skulu haldast
hin fornu lög; menn skyldu blóta á laun, ef vildi, en varða fjör-
baugsgarði, ef váttum kœmi við; sú heiðni var aftekin nokkorum
vetrum siðar. Nú sést það á Heimskringlu, Chr. 1868, Olafs s. helga,
bls. 258—9, að þetta hefir þó við haldizt fram undir 1020: „Olafr
konungr spurði eptir vendiliga, hvernig kristinn dómr væri haldinná
íslandi, ok þótti honum mikilla muna ávant at vel væri, þvíat þeir
sögðu konungi frá krstnihaldinu, at þat var lofat í lögum at eta
hross ok bera út börn, sem heiðnir menn gerðu, ok enn fleiri hlutir
þeir er kristnispell var í“. Olafr helgi gat þó af numið þetta, með því
að menn tóku—vist að miklu leyti—við þeim kristnum lögum, er hann
setti, bls. 369: „fat var þá eptir er íslendingar höfdu fœrt lög sín,
ok kristinn rétt, eptir því sem orð hafði til sent Olafr konungr11, enn
bæði kirkjuhelgi og aðrir siðir sem kristindóminum fylgdu, hafa þó
ekki fullkomlega náð gildi, fyrri enn fastir jbyskupar komu í land-
ið, 1056, og 1106,
Mosfell hefir snemma bygzt, sem eðlilegt er, þvíað uppi í Mos-
fellsdalnum hefir verið mjög byggilegt. Landn. segir, bls. 53 : „Fiðr
enn auðgi Halldórsson, Högnasonar, fór ór Stafangri til íslands;
hann átti J>órvöru dóttur ]?orbjarnar frá Mosfelli Hraðasonar ; hann
nam land“ o. s. frv. £>að má ætla, að bœrinn Mosfell hafi verið
bygðr ekki miklu eftir 900, þar sem landnámsmaðr átti dóttur
jþorbjarnar, sem þar er fyrst getið, enn ekki sést það, hvort hann
hefir fyrst bygt þar, svo að Mosfell getr verið enn eldra. Grímr
Svertingsson að Mosfelli er oft nefndr, fyrst í íslendingabók, og
oft í Landnámu og Egils s. og ávalt er hann kallaðr „Grímr at Mos-
felli“, þegar nefnt er, hvar hann hafi búið; Landn. mundi vissulega
geta um það, hefði Mosfellsbœrinn fyrst staðið úti á Hrísbrú og
það í hálfa þriðju öld, og síðan verið fluttr þangað, sem hann nú
er. þ>að má og svo undarlegt þykja, að því orðatiltœki skuli hvergi
nokkurstaðar bregða fyrir : „Grímr at Hrísbrú“, hefði hann búið
þar nær allan sinn búskap, þvíað það er ljóst af Reykjavíkrútg., að
Hrísbrúarnafnið var orðið til áðr enn bæði Landnáma og Egils s.
vóru ritaðar, að minsta kosti eins og þær nú eru, og sama er að
segja um Önund föður Skáld-Hrafns, sem að Mosfelli kom eftir and-
lát Gríms. J>að er eitt enn : mér sýnist þessi nafnabreyting hálf-
óeðlileg, eins og hér stendr á. Hefði stórbýli og höfðingjasetr verið
búið að standa á Hrísbrú svo lengi og heitið Mosfell, og orðið mjög
nafnkent, þá er ólíklegt, að Hrfsbrúarnafnið hefði getað undir eins
arligr hlutr, at Kjartan lifði svo lengi matlauss, at menn fóru langar leiðir
til at sjá hann. Með slíku móti vóru aðrir hættir Kjartans umfram aðra
menn«. Laxd. s. bl. 200.
9*