Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 79
73
Eg verð enn að minnast á það, að síra Magnús heldr „það líkara“,
að Egill hafi verið um morguninn á hólnuro, þar sem kirkjan nú
stendr ; enn þetta er enn á móti orðum sögunnar, þvíað hóll þessi
varð þá nær í miðju túninu, hefði bœrinn staðið á Hrísbrú og alt
þetta verið setn hann heldr. Allar þrjár sögurnar segja: á holti,
eða hól nfyrir austan garð', fyrir auslan túngarð11. Egill hefir ver-
ið fyrir austan túnið einhverstaðar fyrir vestan Kýrgil, þar sem
hann sást frá bœnum. Staðinn er ekki svo hœgt að hnitmiða al-
veg, hvar Egill kann að hafa verið að reika blindr og hálf-viltr.
fess er heldr engin þörf fyrir söguna, enn hitt er ljóst, að þessi
frásögn á hvergi við nema Mosfell.
Niðr frá austanverðu túninu á Mosfelli eru fen þau, sem sögur-
nar tala um. J>au ná þaðan og alt að því vestr á móts við bœinn.
Sum eru þíð allan vetrinn og mjög djúp, og hefir ekki fundizt botn
í sumum, þótt kannað hafi verið með langri stöng. Hr.útg. segir,
að fen þessi sé milli garðsins og árinnar, og er það nákvæmara,
þvíað skamt er þá suðr að ánni. Allar sögurnar segja: „fyrir
neðan garð“. Hefði bœrinn á Mosfelli staðið úti á Hrísbrú, þá væri
ekki komizt þannig að orði um fenin. þ>au vóru ekki þaðan „fyr-
ir neðan garð“, þar sem þau eru um 300 faðma eða meira austar =
ofar upp með fellinu, þó að þau væri litlu nær ánni. þ>að hefði ver-
ið réttmæli að segja: „austr með garði“, eða „upp með garði,
millum hans og árinnar11, eða einhvern veginn á þá leið. f>etta er
því enn sönnun fyrir, að söguritarinn hefir ekki haft í huga sér
þann stað, er Hrísbrú stendr á. |>að er líklegt, að jarðholur þær,
sem Rv.útg. talar um, sé þær, sem eru fyrir sunnan ána yfir á
Víðirnum, enn hún segir, að þær sé skamt frá laugunum. Vera
má, að svo megi að orði kveða. Suðr að laugunum kom eg ekki;
enn þar nálægt hafa líka þá getað verið einhvers staðar jarðholur,
þótt þær væri nú horfnar.
Dr. Kálund talar og mikið um þetta efni1, enn ekki er mikið
á því að grœða, þvíað hann sýnist mestmegnis hafa tekið upp það,
sem síra Magnús segir. Hann segir og sjálfr, að hann hafi notað
það ; enn þrátt fyrir alt það, sem sýnt er fram á hér að framan, þá
bœtir Kálund því við og segir á bls. 50 : þ>að er heldr ekkert,
sem talar á móti, að bœrinn Mosfell hafi upprunalega staðið þar,
sem Hrísbrú nú stendr. Kálund segir og enn fremr á þessa leið :
Hvað viðvíkr þeim hinum nefndu stöðum í sögunni, þá er það ekki
hœgt að sjá, hvort afstaða þeirra er miðuð við Hrísbrú eða Mos-
fell; þess vegna er bágt að afgjöra, hvort ritari sögunnar hefir haft
meðvitund um, að bœrinn Mosfell, í Egils tíð, hlýtr að hafa staðið á
1) Bidrag til historisk-topografisk Beskrivelse af Island ved P. E. Kri-
stian Kálund. Kjöbenhavn 1877. I. bls. 49—52.
10