Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 80
74
Hrísbrú, ellegar hann hefir hugsað sér, að Egill hafi búið á hinu
núveranda Mosfelli. Eg þarf ekki að endrtaka það, sem eg hefi
sýnt hér að framan, þviað þar af er ljóst, að ritari sögunnar hefir
haft glöggva meðvitund um, að hann var að lýsa Mosfelli, enn
ekki Hrisbrú, og bæði hinar staðlegu lýsingar og eins sögnin um
upptekt beina Egils bera vott þess, að sá, sem þetta reit, hefir
verið þessu nákunnugr1.
Hraðastaðir sýnast vera landnámsjörð og snemma bygðir; eru
þeir líklega kendir við Hraða þann, er Landn. nefnir bls. 53,
sem fyrr segir. Hraðastaðir eru fyrir sunnan ána, er rennr fyr-
ir sunnan Mosfell, enn standa nokkuð ofar undir Grímmannsfelli
(Girímarsfelli réttara). Skamt fyrir neðan Hraðastaði, suðr við
syðri ána, er dálítill hóll, sem kallaðr er Ilraðaleiði. Hraðablettr
er og kallaðr fyrir ofan Hraðastaði upp með Grímmannsfelli.
Landn. segir bls. 257 : „þórðr skeggi son Hrapps, Bjarnarson-
ar bunu, hann átti Vilborgu Osvaldsdóttur ok Úlfrúnar Játmundar-
dóttur; J>órðr fór til íslands ok nam land i Lóni fyrir norðan
Jðkulsá milli ok Lónslieiðar, ok bjó í Bæ X vetr eða lengr; þá
frá hann til öndvegissúlna sinna fyrir neðan heiði i Leiruvági; þá
réðst hann vestr þannig, ok bjó á Skeggjastöðum, sem fyrr er rit-
at; hann seldi þá Lónlönd Úlfljóti, er flutti lög út hingat“. Áðr
segir um f>órð bls. 40: „ok nam iand með ráði Ingólfs í hans land-
námi á milli Úlfarsár ok Leiruvágs, (Leiruvágsár réttara, neðanm.).
Hann bjó á Skeggjastöðum“. Skeggjastaðir standa langt uppi í
hálendinu, sem gengr austr af fellinu Mosfelli. þeir eru hér efsti
bœr annar enn Stardalr. þ>að er auðvitað, að lönd hafa verið orð-
in numin hið neðra, þvíað annars hefði J>órðr ekki tekið sér land
svo langt upp til fjalla, heldr fengið sér bústað nær vogunum, þar
sem súlurnar komu á land; það er og eðlilegt, að snemma hafi
bygzt nálægt Ingólfi, og einkannlega það, sem var nær sjónum.
J>órðr skeggi hefir ekki komið hingað suðr fyrr enn eftir 900;
enn kominn var hann, þegar Ketilbjörn gamli kom út, þvíað hann
1) Mér sýnist vert að geta þess, sem dr. Kálund tilfoerir eftir Grunnavíkr-
Jón um menjar þær, sem eiga að hafa fundizt af fé Egils Skallagrímssonar.
þar segir bls. 52 : Jón Ólafsson frá Grunnavík segir í litlu íslenzku riti um
gamla hluti, sem fundizt hafa á ýmsum stöðum á Islandi, enn ekki í haug-
um (Addit. 44. fol.), að Erlendr bróðir hans sýslumaðr í ísafjarðarsýslu
hafi sagt honum, að um 1725, þegar hann var ungr og var hjá skóla-
meistaranum í Skálholti, þá hafi einu sinni skolazt fram í vatnavöxtum
nokkrir peningar af fé því, sem Egill faldi; svo sem þrír peningar fundust;
af þeim hafði hann séð einn, sem var að stœrð sem tískildingr heill vorra
tíma; á honum var óljóst letr; kynni að vera Anslafr eða eitthvað því-
líkt. Hafi þetta verið af fé Egils og skolazt fram í vatnavöxtum, þá sýn-
ir það, að fénu hefir ekki verið sökkt niðr í pytt.