Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 88
82
á prælastraumi, sem er miklu neðar enn á móts við |»ingnes, og
þó er svo neðarlega fyrir sunnan Hvítá. fetta þar alkunna Há-
brekknavað nefnir Kálund ekki, það eg hefi getað fundið. petta
Eyjavað hefir verið alþekkt og fast vað í fornöld, eins og það er
enn, þar sem það er nefnt við 965 og 1016, og svo þar á milli.
Eg hefi þá fœrt rök að því, að Hábrekknavaðið sé hið forna Ey-
jarvað, sem þessar þrjár merku sögur tala um.
Nú er þá að tala um Bakkavað á Hvítá ; enn það er því verra
viðfangs, þar sem Hvítá breytir svo oft vöðum sínum ; enn fyrst
verð eg þá að lýsa hinum forna farvegi. f að er kunnugt, að
Hvítá hefir breytt farvegi sínum á þessu svæði, þannig, að hún
rann áðr fyrir sunnan Stafholtsey, svo að hún myndaði þar nokk-
urs konar hálfhring eða meira fyrir sunnan Eyjarland, enn pverá
rann þá líklega einsömul fyrir norðan Ey, og myndaði þar nokkurn
bug norðr á við. Ármótin á Hvítá og þverá vóru þá fyrir neðan
Eyjarland, norðr undan Bakkakoti, eða að þ>verá kom þar í Hvítá;
enn nú eru ármótin fyrir ofan Ey og neðan Neðra Nes, eins og
kunnugt er, að þverá kemr þar í Hvítá. Eyjarland var þá alt um-
flotið af þessum báðum ám, nema lítið haft að ofanverðu, sem
heitir Fax. f>að er nokkurt hálendi eða hryggr, er gékk alt ofan
frá Neðra Nesi og ofan í Stafholtsey, og stendr þar bœrinn úti á
rananum, sem Faxið endar. jpannig rann þá Hvítá á sögutímanum.
Að minsta kosti sést, að svo muni hafa verið, þegar Laxd. s. og
Grettis s- gerðust. þ>annig hefir og Eyjarnafnið orðið til, að þetta
land var þá alt, eða nær alt, umflotið. Mun og Eyjarland hafa
legið undir Stafholtskirkju síðan um 1143, sem síðar skal getið. í
gegnum þetta Fax hefir nú Hvítá brotið sig og út í |>verá og
skift Faxinu í sundr. Heitir nú það, sem er fyrir sunnan ána,
Eyjar-Fax, enn fyrir norðan ána Nes-Fax, og er eins og sneitt sé
af báðum megin. Er það auðséð, að landslagi er líkt farið á báðum
Föxunum. Milli þeirra er nú orðið ákaflega breitt, þar sem áin
rennr. Ekki verðr sagt með fullri vissu, nær Hvítá brauzt hér i
gegnum. Menn þar upp frá segja, að það hafi ekki orðið fyrr enn
á seinni tímum. Mér sýnist og, að nokkur vissa sé fyrir því í
Sturlunga sögu um 1242, að Hvítá hafi þá enn runnið í sínum gamla
farveg og fyrir sunnan Stafholtsey, nefnil. við reið J>órðar kakala,
sem síðar skal gerr sagt.
Allr hinn gamli farvegr Hvítár er skýr og glöggr. Við Páll
Blöndal héraðslæknir, sem nú býr í Stafholtsey, athuguðum hann
nákvæmlega; riðum við eftir honum og með honum öllum, og alt
í kringum Eyjarland og um það ; farvegrinn er mjög grasi vaxinn
ofan til. |>egar niðr eftir honum dregr, fara að myndast f honum
smásíki af vatni því, er kemr úr mýrunum fyrir ofan. Verðr það
svo smám saman samanhangandi, og neðst myndast vatnsrensli.