Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 92
86
grímssyni frá Ferstiklu, sem út hafði komið vestr í Breiðavík, og
var á leið heim til sin : „Jæir fundust við Bakkavað fyrir austan
Hvítá undir torfstökkum nokkurum“. Hér er það mjög svo á kveð-
ið, að þetta er sama vaðið. f>að liggr í orðum sögunnar, þar sem
segir: fyrir austan Hvítá. f>etta getr einungis átt við stefnu ár-
innar á þessu svæði, þegar hún rann í farvegnum, þvíað þar liggr
hann nær til suðrs, þangað til hann fer að beygjast við aftr. J>eir
Grímkell hafa líklega setið í leyni undir einhverjum torfstökkum,
sem verið hafa ekki langt frá ánni fyrir austan bœinn, með því að
þeir hafa vitað, að þeir Kollgrímr myndi ríða hér yfir ána, þvíað
það var almenningsvað og lá beint við þessari leið. Urðu þeir
Grímkell þá á vegi þeirra, þegar þeir riðu austr frá vaðinu, og
siðan suðr á leið.
þ>að er ekki nema til málalengingar, að fara hér að taka fram
þær getgátur, sem gerðar hafa verið bæði um þenna Bakka og
Bakkavað. þ>ess gerist ekki þörf af því sem að framan er sagt.
f>ar að auki höfum vér Jóns Sigurðssonar vottorð, sem er mjög
þýðingarmikið, um að 309 sé sögunnar bezta handrit, eins og hér
að framan er sagt neðanmáls, enn hann hefir liklega ekki getað
lagt þetta handr. til grundvallar, þar það er ekki nema síðasti kafli
sögunnar.
J>egar nú að þessu sleppr, og þeir J>orgils komu suðr fyrir Hvítá
þá segir sagan enn fremr. „Ríða siðan til Reykjar-dals ok yfir
hálsinn til Skorradals, ok svá upp eptir skóginum í nánd bænum að
Vatz-horni. Stíga þar af hestum sinum ; var þá mjök á liðit kveldit.
Bærinn at Vatzhorni stendr skamt frá vatninu fyrir sunnan ána.
J>orgils ræddi þá við föru-nauta sína, at þeir munu þar vera um
nóttina. En ek mun fara heim til bæjarins á njósn, hvat þar er
titt, hvárt Helgi er heima á bæ sínum eðr eigi. Er mér svá sagt,
at Helgi hafi heldr fáment optast; en sé allra manna varastr um
sjálfan sik, ok hvíli í ramligri lok-reykkju. þ>eir förunautar J>orgils
kvóðuz hans forsjá hlíta mundu. J>orgils gerir nú klæðaskipti;
steypti af sér kápu blári er hann var áðr í, en tók yfir sig kufl
einn grán ; hann ferr nú heim til bæjarins ; ok er hann er náliga
kominn at garði, þá sér hann, at maðr gengr í móti hónum, ok er
þeir finnaz, þá mælti J>orgils: ‘Eigi mun þér, félagi, ek þykkja spyrja
fróðliga’, segir hann; ‘hvar em ek kominn í sveit; eðr hvat heitir
bær sjá, eðr hverr býr hér?’ Hann svarar: ‘J>ú munt vera furðu
heimskr maðr’, segir hann, ‘ok fávíss, ef þú hefir eigi heyrt getið
Helga Harðbeinssonar, er hér býr at Vatzhorni. Helgi er hinn
mesti garpr ok mikil-menni. J>á spyrr J>orgils, hversu góðr Helgi
væri viðtakna, ef ókunnir menn koma til hans ok þeir er nokkut þurfa
ásjá. Hann svarar: ‘Gótt er þar satt frá at segja, þvíat Helgi er hit
mesta stórmenni bæði um manna viðtökur ok um annan skörung-